Opnið gluggann Raunbirgðabók.

Tilgreinir hvernig eigi að viðhalda dagréttri skrá yfir birgðir í mismunandi birgðageymslum. Aðgerðin Raunbirgðir getur líka komið að notum við talningu raunbirgða með því að bera raunverulegt tiltækt magn, samkvæmt raunbirgðatalningu, saman við það tiltæka magn sem kerfið hefur reiknað út. Komi fram mismunur verður að skrá hann og bóka.

Við bókun færslubókar stofnar kerfið raunbirgðabókarfærslu fyrir hverja færslubókarlínu og birgðabókarfærslu fyrir hverja bókarlínu þar sem tiltækt magn, samkvæmt raunbirgðatalningu, er annað en tiltækt magn samkvæmt útreikningum í kerfinu. Ef notuð eru hólf í birgðageymslunni stofnar bókunin einnig vöruhúsafærslur fyrir línurnar þar sem raunverulegt lagermagn er ekki það sama og reiknað lagermegn kerfisins.

Til athugunar
Raunbirgðir fyrir birgðageymslur sem nota beinan frágang og tínslu þarf fyrst að skrá í gluggann Vöruh.- Raunbirgðabók og svo að bóka í raunbirgðabók.

Ábending

Sjá einnig