Opnið gluggann Reikna birgðir.

Setur birgðir af vörulistanum í raunbirgðabókina. Þessi keyrsla er opnuð í raunbirgðabókinni með því að smella á valmyndina Aðgerðir, vísa á hnappinn Aðgerðir og smella á Reikna birgðir.

Valkostir

Bókunardags.: Tilgreina skal bókunardagsetningu keyrslunnar. Kerfið setur sjálfkrafa kerfisdagsetninguna í þennan reit en því má breyta.

Númer fylgiskjals: Hér er hægt að tilgreina hvaða fylgiskjalsnúmer verður fært inn í reitinn Númer fylgiskjals fylgiskjals í færslubókarlínunum sem verða búnar til í þessari keyrslu. Kerfið notar sjálfkrafa næsta númer í númeraröðinni í færslubókarkeyrslunni, en hægt er að breyta því handvirkt.

Vörur ekki í birgðum: Setja skal merki í gátreitinn ef kerfið á að bæta inn línum fyrir vörur sem eru ekki í birgðum (þ.e. línur fyrir vörur þar sem gildið í reitnum Reiknað magn er 0) í raunbirgðabókinni.

Eftir vídd: Valdar eru víddirnar sem á að flokka línurnar eftir.

Til athugunar
Ef hólf eru notuð í birgðageymslunni verða víddir ekki bókaðar í raunbirgðafærslurnar, birgðafærslurnar eða virðisfærslurnar.

Ábending