Opnið gluggann Kostnaðaraukar - Lýsing.
Sýnir lýsingu á þeim beina kostnaði sem fyrirtækið hefur sett á vöruna og bókað sem gjald. Í skýrslunni eru sýndar ýmsar færslur sem hafa verði bókuð á vöruna sem gjöld. Allur kostnaður er tekinn með, bæði sá sem er bókaður sem reikningsfærður og sá sem er bókaður sem væntanlegur.
Með skýrslunni er hægt að búa til tvö ólík skjöl, eftir því hvað var valið í reitnum Prenta upplýsingar á flýtiflipanum Valkostir.
Val | Niðurstaða |
---|---|
<Auður> | Fyrir hvert vörugjaldsnúmer sem uppsett er í töflunni Kostnaðarauki er sýnt í prentuðu skýrslunni yfirlit um upphæðirnar sem hafa verið bókaðar með hverju vörugjaldsnúmeri sem færslutegund. Fyrir hvert vörugjaldsnúmer eru upphæðirnar flokkaðar eftir birgðabókunarflokkum. |
Gátmerki | Fyrir hvert vörugjaldsnúmer sem er uppsett í töflunni Kostnaðarauki er sýnt í prentuðu skýrslunni listi með nánari upplýsingum um hvert vörugjaldsnúmer og tengdar virðisfærslur. Fyrir hvert vörugjaldsnúmer er virðið flokkað eftir birgðabókunarflokkum og eftir vörunúmerum. |
Tilgreina má efni skýrslunnar með því að setja afmarkanir. Ef engar afmarkanir eru settar nær skýrslan til allra færslna.
Valkostir
Prenta upplýsingar: Ef gátmerki er í þessum reit er prentað í skýrslunni nákvæmur listi yfir allar virðisfærslur sem eru tengdar hverju vörugjaldsnúmeri sem er uppsett í töflunni Kostnaðarauki. Fyrir hvert vörugjaldsnúmer eru virðisfærslurnar flokkaðar eftir birgðabókunarflokkum og eftir vörunúmerum.
Ef reiturinn er auður er prentað yfirlit um vörugjaldsnúmerin með færslum flokkuðum eftir birgðabókunarflokkum.
Tegund uppruna: Í þessum reit má velja um að sýna í skýrslunni vörugjald sem tengist sölufylgiskjölum eða innkaupafylgiskjölum.
Ábending |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með skýrslur eru í Skoða prófunarskýrslur fyrir bókun, Hvernig á að skoða og prenta skýrslur og Hvernig á að stilla afmarkanir. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |