Tilgreinir upplýsingar um kostnaðarauka. Kostnaðarauki getur verið flutningsgjöld, tryggingar og annar viðbótarkostnaður sem er beinlínis tengdur við tiltekna vöru.

Hægt er að setja upp kóta fyrir mismunandi tegundir flutningsgjalda sem á að bóka og ákvarða svo á hvaða reikninga kerfið eigi að bóka kostnað sem tengist sölu, innkaupum og leiðréttingu birgða.

Í þessari töflu eru settar upp samsetningar almennra vörubókunarflokka, skattflokkskóta, VSK-vörubókunarflokka og kostnaðarauka. Þegar þetta kostnaðaraukanúmer er fært inn í innkaupa- eða söluskjal sækir kerfið fjárhagsreikning eftir uppsetningu kostnaðaraukanúmersins og upplýsingunum í viðkomandi skjali.

Til athugunar
Ekki er hægt að bóka kostnaðarauka þegar ekki hafa verið valdir fjárhagsreikningar fyrir samsetningar almenns vörubókunarflokks og almenns viðskiptabókunarflokks í töflunni Alm. bókunargrunnur fyrir þetta innkaupa- eða söluskjal.

Sjá einnig