Í birgðum þarf hugsanlega að færa vörur á milli hólfa til þess að styðja við flæði í vöruhúsinu í daglegum aðgerðum. Sumar hreyfingar eiga sér stað í beinu sambandi við innri aðgerðir, s.s. framleiðslupöntun sem þarf íhluti afhenta eða gengið frá lokavörum. Aðrar hreyfingar eru aðeins til hagræðingar á plássi í vöruhúsi eða sem tilfallandi hreyfingar til og frá aðgerðum.

Flutningur á vörum innan birgðageymslu er einfaldari því birgðastig, sem endurspeglast í birgðafærslum, breytist ekki. Ef vara er flutt í aðra birgðageymslu, hins vegar, hefur það áhrif á birgðafærslur og þarf það því að gerast með millifærslupöntun. Því er lýst í Afhending.

Millifærsluverk til viðbótar felast í því að fylla reglulega á tínsluhólf eða búðarhólf og breyta upplýsingum um hólfainnihald.

Eftirfarandi tafla lýsir röð verkefna með tenglum í efnisatriði þar sem þeim er lýst. Verkin eru talin upp í sömu röð og þau eru yfirleitt framkvæmd.

Til aðSjá

Áætla hvaða hólf á að fylla eða tæma til þess að viðhalda skilvirku flæði, til dæmis með því að tæma magngeymsluhólf fyrir móttöku með miklu magni.

Hvernig á að áætla vöruhúsahreyfingar á vinnublöðum

Nota skal vinnublað vöruhúsahreyfinga til að færa vörur í ítarlegum vöruhúsaskilgreiningum, bæði fyrir upprunaskjöl og tilfallandi.

Hvernig á að færa vörur með ítarlegum vöruhúsaaðgerðum

Skrá hreyfingu á milli hólfa með ítarlegri vöruhúsagrunnstillingu að lokinni hreyfingu.

Hvernig á að skrá vöruhúsahreyfingar sem þegar er lokið

Uppfæra tíðnina milli áfyllingar hólfa, til dæmis tínsluhólfa, í samræmi við sveiflur í eftirspurn.

Hvernig á að Reikna út áfyllingu hólfs

Færa hlutavörur á innri aðgerðir í einfaldri vöruhúsagrunnstillingu eftir beiðni frá upprunaskjölum fyrir þessar aðgerðir.

Hvernig á að færa íhluti á aðgerðasvæði með einföldum vöruhúsaaðgerðum

Færa vörur milli hólfa í einfaldri vöruhúsagrunnstillingu hvenær sem er án upprunaskjala.

Hvernig á að færa vörur eftir þörfum með einföldum vöruhúsaaðgerðum

Sjá einnig