Það getur komið fyrirtækjum vel að hægt sé að rekja vöru frá því hún berst fyrirtækinu. Þegar svo háttar til er innkaupapöntun oft helsta vísbendingin, en vörurakningu má gera út frá hvaða skjali sem er og færslur í því birtar í samsvarandi birgðafærslum.
Nákvæmar reglur um vörurakningu í fyrirtækinu ráðast af uppsetningu íu glugganum Vörurakningarkótaspjald.
Til athugunar |
---|
Til að nota vörurakningarnúmer í vöruhúsaaðgerðum verða uppsetningarreitirnir Lotunr. - Vöruhúsrakning og RN - Vöruhúsrakning að vera valdir, þar sem þeir skilgreina sérstakar reglur við meðhöndlun rað- og lotunúmera í vöruhúsaaðgerðum. |
Úthlutun rað- eða lotunúmera á færslur á leið inn.
Í reitnum Leit skal færa inn Innkaupapantanir og velja síðan viðkomandi tengil.
Valin er viðkomandi fylgiskjalslína og á flýtiflipanum Línur skal velja Aðgerðir, Lína og loks Vörurakningarlínur.
Nú er hægt að úthluta rað- eða lotunúmerum á eftirfarandi hátt:
-
Sjálfvirkt, með því að smella á Úthluta raðnr. eða Úthluta lotunr. og úthlutar kerfið þá rað- eða lotunúmerum úr forskilgreindum númeraröðum.
-
Sjálfvirkt, með því að smella á Stofna sérsniðin RN, og úthlutar þá kerfið rað- eða lotunúmerum samkvæmt númeraröðum um sem notandi skilgreinir sérstaklega fyrir mótteknar vörur.
-
Handvirkt með því að færa inn rað- eða lotunúmer beint, t.d. númer birgis.
-
Handvirkt með því að úthluta hverri vörueiningu sérstöku númeri.
-
Sjálfvirkt, með því að smella á Úthluta raðnr. eða Úthluta lotunr. og úthlutar kerfið þá rað- eða lotunúmerum úr forskilgreindum númeraröðum.
Til að úthluta sjálfkrafa er farið á flipann Aðgerðir, flokkinn Aðgerðir og Stofna sérsniðið RN valið.
Í reitinn Sérsniðin raðnr. er fært inn upphafsnúmer lýsandi númeraraðar, t.d. r.nr.-Birg0001.
Í reitinn Hækka er færð talan 1 til að tiltaka að hvert raðnúmer hækkar um einn.
Reiturinn Magn sem stofna á inniheldur sjálfgefið línumagn en því má breyta.
Gátmerki er sett í reitinn Stofna nýtt lotunr. svo að nýju raðnúmerin flokkist í sérstaka lotu.
Velja hnappinn Í lagi.
Lotunúmer með einstökum raðnúmerum er stofnað eftir vörumagni í skjalslínu og er byrjað á r.nr.-Birg0001.
Magnreitirnir í hausnum sýna magn og samtölur vörurakningarnúmeranna sem eru skilgreind í glugganum. Magnið verður að samsvara því sem er í fylgiskjalslínunni, og er sýnt með 0 undir Óskilgreint.
Þegar fylgiskjalið er bókað eru vörurakningarfærslurnar fluttar í tengdar birgðafærslur.
Ábending |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með reiti og dálka eru í Unnið með Microsoft Dynamics NAV. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |