Tilgreinir ýmsar færslubækur í kerfishlutanum Birgðir.

Í birgðabók er hægt að leiðrétta birgðaskrá í tengslum við innkaup, sölu og aukningu eða minnkun birgða. Ef bæta á línum í birgðabók er smellt í fyrstu auðu línuna og reitirnir síðan fylltir út.

Þegar bókin er útfyllt má velja um að bóka, bóka og prenta skýrslu, eða prenta prófunarskýrslu eingöngu.

Þegar bók er valin birtir kerfið birgðabókarkeyrsluna sem síðast var notuð. Ef nota á aðra birgðabókarkeyrslu skal velja reitinn Heiti. Listi birgðabókarkeyrslu kemur í ljós. Hér má velja úr þeim færslubókarkeyrslum sem fyrir eru eða stofna nýjar.

Gefinn er kostur á þremur þrepum undir valmyndaratriði birgðabókar: Sniðmát birgðabókar, Birgðabókarkeyrsla og Birgðabókarlínur. Þannig er hægt að nota mismunandi bækur sem henta til ólíkra verka. Hægt er að hafa nokkrar bækur sömu tegundar, til dæmis getur hver starfsmaður haft sína eigin bók.

Þetta er sérstakur gluggi þar sem færa má inn vörur sem bókaðar verða með jöfnu millibili. Færslur þarf aðeins að færa einu sinni inn og sömu upplýsingar má bóka eins oft og þörf krefur.

Til athugunar
Birgðareikningar í fjárhag eru ekki uppfærðir þegar bókað er eftir birgðabók. Til að uppfæra þær verður að nota keyrsluna Bóka birgðabreytingar. Áður en það er gert er ráðlegt að nota keyrsluna Leiðr. kostnað - Birgðafærslur.

Sjá einnig

Tilvísun

Birgðabók