Opnið gluggann Kostnaðarúthlutun.
Skilgreinir úthlutunarreglur til að úhluta kostnaði og tekjum milli kostnaðargerða, kostnaðarstaða og kostnaðhluta. Hver úthlutun samanstendur af úthlutunaruppruna og einu eða fleiri úthlutunarmörkum. Til dæmis er allur kostnaðurinn fyrir kostnaðargerðina Rafmagn og hiti úthlutunaruppruni. Kostnaði skal úthlutað til kostnaðarstaðanna Vöruhús, Framleiðsla og Sala, sem eru þrjú úthlutunarmörk.
Mikilvægt |
---|
Úthlutunaruppruninn skilgreinir hvaða kostnaði skal úthlutað. Úthlutunaruppruni er skilgreindur í flýtiflipunum Almennt og Upplýsingar. |
Mikilvægt |
---|
Úthlutunarmörkin ákvarða hvert ætti að úthluta kostnaði. Úthlutunarmörk eru skilgreind á flýtiflipanum Línur. |
Mikilvægt |
---|
Eini munurinn á úthlutunum á kostnaðarstaði eða kostnaðurhluti er að annað hvort er markkostnaðarstaður eða markkostnaðarhlutur skilgreindur, en ekki báðir. Kostnaðarstað er úthlutað áður en úthlutun á kostnaðarhlut á sér stað. Úthlutunarpöntun er stjórnað með því að skilgreina stig í reitnum Stig. |
Mikilvægt |
---|
Mikilvægt er að skilgreina úthlutunarstofninn. Úthlutunarstofn getur annað hvort verið fastur eða kvikur. Kvikur úthlutunargrunnur fer eftir breytanlegum gildum, eins og fjölda starfsmanna í kostnaðarstöð eða seldum vörum kostnaðarhlutar á ákveðnu tímabili. Fasti úthlutunarstofninn byggist á föstu gildi. |
Flýtiflipinn Almennt:
Reitur | Lýsing | ||
---|---|---|---|
Auðkenni | Auðkennir úthlutunina og kemur á sambandi við úthlutunarviðföng. Microsoft Dynamics NAV notar auðkennið sem fylgir á eftir auðkenninu sem birtist í reitnum Síðasta auðkenni úthlutunar í glugganum Uppsetning kostnaðarbókhalds. | ||
Stig | Skilgreinir stig sem tölu á milli 1 og 99. Úthlutunarbókunin fylgir röð stiganna. Til dæmis er hægt að skilgreina stig til að úthluta kostnaðinum frá kostnaðarstaðnum Stjórnun til kostnaðarstaðarins Framleiðslu áður en kostnaði frá kostnaðarstaðnum Framleiðsla er úthlutað til kostnaðarstaðanna Verkstæði og Farartæki. | ||
Gilt frá | Skilgreinir gildistímabil fyrir úthlutunina. Allar úthlutanir eru framkvæmdar þegar úthlutunardagsetningar falla innan gildistímans. Ef dagsetning er ekki valin gilda allar dagsetningar. | ||
Gilt til | Skilgreinir gildistímabil fyrir úthlutunina. Allar úthlutanir eru framkvæmdar þegar úthlutunardagsetningar falla innan gildistímans. Ef dagsetning er ekki valin gilda allar dagsetningar. | ||
Afbrigði | Kenni sem eru notuð til að flokka úthlutanir. Þegar úthlutun er keyrð geturðu sett upp síu til að velja aðeins þær úthlutunarskilgreiningar sem óskað er. Hafa reitinn auðan ef aðeins á að nota aðeins eitt afbrigði. | ||
Kostnaðartegundabil | Skilgreinir afmörkun til að segja til um hvaða gerðum á að úthluta Ef öllum kostnaði kostnaðarstaðar hefur verið úthlutað er ekkert bil skilgreint. | ||
Kóti kostnaðarstaðar | Skilgreinir kostnaðarstað með kostnaði sem þarf að úthluta. | ||
Kóti kostnaðarhlutar | Skilgreinir kostnaðarhlut sem er með kostnað sem þarf að úthluta. Þessi reitur er yfirleitt auður þar sem kostnaðarhlutum er sjaldan úthlutað á aðra kostnaðarhluti. | ||
Tegund kredit til kostnaðar | Kostnaður sem verður að úthluta er kreditfærður í upprunakostnaðarstað. Kreditbókunin er bókuð á þá kostnaðartegund sem rituð var í reitinn.
| ||
Lokaður | Valið til að loka á úthlutun. |
Flýtiflipinn Upplýsingar
Reitur | Lýsing |
---|---|
Tegund úthlutunaruppruna | Skilgreinir hvort nota á úthlutunina á allar úthlutanir hvort úthlutunina ætti aðeins að nota fyrir raun- eða áætlaðan kostnað. |
Síðast breytt, dags. | Sýnir hvenær úthlutunaruppruninn var notaður síðast. |
Kenni notanda | Sýnir notendakennið sem síðast notaði úthlutunarupprunann. |
Athugasemd | Færa skal inn lýsingu á úthlutuninni. |
Samtals hlutdeild | FlowField-reitur sem inniheldur samtölu hlutdeildar í úthlutunarmörkum. |
Flýtiflipinn Línur
Reitur | Lýsing | ||
---|---|---|---|
Tegund markkostnaðar | Greinir hvaða kostnaðartegund úthlutunin er skuldfærð á. | ||
Markkostnaðarstaður | Skilgreinir á hvaða kostnaðarstað ætti að skuldfæra úthlutunina.
| ||
Markkostnaðarhlutur | Skilgreinir á hvaða kostnaðarhlut ætti að skuldfæra úthlutunina.
| ||
Úthlutunarmarktegund | Greinir hvort úthluta eigi öllum kostnaði úthlutunaruppruna eða hvort úthluta eigi fastri hlutdeildarupphæð eða hlutfalli hlutdeildar. | ||
Prósent á hlutdeild | Ef Úthlutunarmarktegund er Prósent á hlutdeild skal færa prósentuna inn. | ||
Upphæð á hlutdeild | Ef Úthlutunarmarktegund er Upphæð á hvern hlut skal færa upphæðina inn. | ||
Grunnur | Skilgreina hvort úthlutunin notar fasta eða kvika aðferð. | ||
Fastur grunnur | Gildin í reitnum Fast vægi eru margfölduð og flutt yfir í reitinn Hlutdeild. Til dæmis tilgreinir notandi að grunnurinn verkstæðisins upp á 1000 ferfet skuli aukinn um stuðulinn 0.6. | ||
Fast vægi | Gildin í reitnum Fastur grunnur eru margfölduð og flutt yfir í reitinn Hlutdeild. Til dæmis tilgreinir notandi að grunnurinn verkstæðisins upp á 1000 ferfet skuli aukinn um stuðulinn 0.6. | ||
Hlutdeild | Ef aðferð fastrar úthlutunar er notuð inniheldur reiturinn fast gildi eða gildið í þessum reit reitnum er reiknað með því að nota gildin úr reitunum Fastur grunnur og Fast vægi. Ef notuð er kvik úthlutunaraðferð reiknar Microsoft Dynamics NAV hlutdeild út frá kvikum grunni. | ||
Prósent | Hluturinn er reiknaður í prósentum út frá öllum öðrum úthlutunum. | ||
Númersafmörkun | Fylla inn í reitinn með úthlutunarstofni ef notuð er kvik úthlutunaraðferð. Haft autt ef notuð er föst úthlutunaraðferð. | ||
Afmörkun kostnaðarstaðar | Fylla inn í reitinn með úthlutunarstofni ef notuð er kvik úthlutunaraðferð. Haft autt ef notuð er föst úthlutunaraðferð. | ||
Afmörkun kostnaðarhlutar | Fylla inn í reitinn með úthlutunarstofni ef notuð er kvik úthlutunaraðferð. Haft autt ef notuð er föst úthlutunaraðferð. | ||
Kóti gagnaafmörkunar | Fylla inn í reitinn með úthlutunarstofni ef notuð er kvik úthlutunaraðferð. Haft autt ef notuð er föst úthlutunaraðferð. | ||
Afmörkun hópa | Fylla inn í reitinn með úthlutunarstofni ef notuð er kvik úthlutunaraðferð. Haft autt ef notuð er föst úthlutunaraðferð. |
Ábending |
---|
Frekari upplýsingar um notkun notandaviðmótsins eru í Vinna með Microsoft Dynamics NAV. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |
Sjá einnig
Uppsetning afmarkanir fyrir Kvik úthlutunargrunnar.
Dæmi: Skilgreining fastrar úthlutunar á grundvelli úthlutunarhlutfalls
Dæmi: Skilgreining kvikrar úthlutunar á grundvelli seldra vara
Úthlutun kostnaðar
Kostnaðarúthlutanir
Skilgreina og úthluta kostnaði
Kostnaðarbókhaldi stjórnað
Orðalisti í kostnaðarbókhaldi
Um kostnaðarbókhald
Uppsetning kostnaðarbókhalds
Flytja og bóka kostnaðarfærslur