Þetta efnisatriði sýnir dæmi um hvernig á að skilgreina úthlutanir með því að nota kvika úthlutunaraðferð. Í dæminu er kvika úthlutun af kostnaði fyrir kostnaðarstað breytt til að styðja nýjan kostnaðarhlut IT EQUIPMENT. IT EQUIPMENT pakkar hafa vörunúmer frá 8904-W til 8924-W. Sölutölur fyrra árs eru notaðar til að reikna út hlutdeild. Úthlutunin er bókuð í aukakostnaðartegund 9903.
Til athugunar |
---|
Í dæminu er notast við sýnigögnin í Setja upp sýnigagnagrunninn CRONUS Ísland hf. fyrir kynningu. |
Til að skilgreina kvikar úthlutanir sem byggja á vörum sem seldar voru á síðasta ári
Í reitnum Leit skal færa inn Kostnaðarúthlutanir og velja síðan viðkomandi tengil.
Í glugganum Kostnaðarúthlutun á flipanum Heim í flokknum Nýtt, skal velja Nýtt.
Í reitnum Auðkenni smellið á færslulykilinn eða sláið inn auðkenni.
Í reitinn Stig er 1 fært inn.
Í reitnum Gilt frá og Gilt til viðeigandi dagsetningar færðar inn.
Í reitinn Kóti kostnaðarstaðar er færð inn SALA.
Í reitinn Tegund kredit til kostnaðar skal færa inn kostnaðartegundina 9903.
Í reitinn Tegund markkostnaðar skal færa inn kostnaðartegundina 9903.
Í reitnum Markkostnaðarhlutur veljið Nýtt til að stofna nýja kostnaðarhlutinn IT EQUIPMENT og fyllt er í reitina eftir þörfum. Veljið IT EQUIPMENT. Reiturinn Markkostnaðarstaður hafður auður.
Í reitnum Úthlutunarmarktegund, veljið Allur kostnaður til að tilgreina hvernig öllum uppsöfnuðum kostnaði er úthlutað.
Í reitnum Grunnur veljið úthlutunarstofninn Seldar vörur (upphæð).
Í reitinn Númersafmörkun er fært inn 8904-W..8924-W.
Í reitinn Kóti gagnaafmörkunar er fært inn Síðasta ár.
Á flipanum Heim í flokknum Vinna, skal velja Reikna úthlutunarlykil til að reikna hlutdeildina.
Mikilvægt Microsoft Dynamics NAV notar sölutölur fyrri ára til að reikna hlut 1596.50 SGM með 100 prósentum fyrir pakka IT EQUIPMENT. Þetta merkir að öllum seldum vörum síðasta árs verður úthlutað á kostnaðarhlutinn IT EQUIPMENT.
Ábending |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með reiti og dálka eru í Unnið með Microsoft Dynamics NAV. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |