Opnið gluggann Framkvæma aðgerðarboð - Áætl..

Stofnar framboðspantanir samkvæmt aðgerðaboðum sem lögð eru til fyrir völdu línurnar í glugganum Áætlunarvinnublað.

Þegar keyrslan er gerð framkvæmir kerfið aðgerðirnar sem lagðar voru til og breytir áfyllingaráætluninni samkvæmt þeim. Útkoman getur verið eitthvað af eftirfarandi (eða einnig getur það farið saman):

Hægt er að skilgreina hvað tekið er með í keyrslunni með því að velja reitinn Samþykkja aðgerðarboð fyrir viðeigandi línur. Ef þess er óskað er hægt að fjarlægja gátmerkið. Forritið hefur einungis að geyma þær línur sem hafa móttekið aðgerðaboð í keyrslunni.

Keyrslan eyðir línum á áætlunarblaðinu eftir að hún hefur framkvæmt aðgerðaboðin. Aðrar línur eru áfram á áætlunarvinnublaðinu þar til þær eru annaðhvort samþykktar síðar eða þeim eytt. Einnig er hægt að eyða línunum handvirkt.

Valkostir

Fylla út eftirtalda reiti til að tilgreina hvaða framboðspöntun á að stofna:

Reitur Lýsing

Framleiðslupöntun

Stofnar framleiðslupantanir fyrir vöru með áfyllingarkerfinu Framl.pöntun. Hægt er að velja að stofna annað hvort áætlaðar eða fastáætlaðar framleiðslupantanir og hægt að láta prenta ný fylgiskjöl pantana.

Samsetningarpöntun

Stofna samsetningarpantanir fyrir vörur með áfyllingaraðferðinar Samsetning. Hægt er að láta prenta ný pöntunarskjöl.

Innkaupapöntun

Stofna innkaupapantanir fyrir vörur með áfyllingaraðferðinni Innkaup. Hægt er að láta prenta ný pöntunarskjöl.

Heiti sniðmáts

Afritar áætlunarlínutillögurnar fyrir innkaupapantanirnar á þetta heiti innkaupatillögublaðssniðmátsins ef valið er Afrita í innkaupatillögu í reitnum Innkaupapöntun.

Heiti vinnublaðs

Afritar áætlunarlínutillögurnar fyrir innkaupapantanirnar á heiti innkaupatillögublaðsins ef valið er Afrita í innkaupatillögu í reitnum Innkaupapöntun.

Millifærslupöntun

Stofna millifærslupantanir fyrir vörur með áfyllingaraðferðina Millifærsla í birgðahaldseiningaspjaldinu. Hægt er að láta prenta ný pöntunarskjöl.

Heiti sniðmáts

Afritar áætlunarlínutillögurnar fyrir millifærslupantanirnar á heiti innkaupatillögublaðssniðmátsins ef valið er Afrita í innkaupatillögu í reitnum Millifærslupöntun.

Heiti vinnublaðs

Afritar áætlunarlínutillögurnar fyrir millifærslupantanirnar á heiti innkaupatillögublaðsins ef valið er Afrita í innkaupatillögu í reitnum Millifærslupöntun.

Sameina millifærslupantanir

Sameinar flutningspantanir með sama sent-frá og sent-til kóta í eina flutningspöntunin með mörgum línum.

Til athugunar
Niðurstaðan er sú sama og sjálfgefna hegðunin þegar verið er að stofna áætlaðar flutningspantanir í glugganum Innkaupatillögubók.

Stöðva og sýna fyrstu villu

Stöðvast um leið og villa kemur upp í runuvinnslu. Um leið birtast skilaboð með upplýsingum um (fyrstu) villuna. Ef villa er til staðar verða eingöngu áætlunarlínur sem unnar voru áður en villan kom upp að framboðspöntunum.

Ef þessi reitur er ekki valinn heldur keyrslan áfram þar til henni er lokið án þess að stöðvast ef villur koma upp. Ef ein eða fleiri villur eru til staðar birtir kerfið skilaboð þegar keyrslunni er lokið með upplýsingum um hversu mörg atriði eru með villu.

Ábending

Sjá einnig