Opnið gluggann Samstæða flutt inn frá GS.

Flytur inn færslur úr fyrirtækiseiningunum sem verða með í samstæðu. Hægt er að nota keyrsluna ef fyrirtækjaeining og samsteypufyrirtæki eru úr sama gagnagunni í Microsoft Dynamics NAV. Áður en unnt er að taka fyrirtækiseiningu með í runuvinnsluna, verður að setja hana upp í töflunni Fyrirtækiseining og velja reitinn Steypa saman.

Fyrirtækjaeiningar úr öðrum gagnasöfnum í Microsoft Dynamics NAV verður að flytja inn ásamt keyrslunni Flytja inn samstæðu úr skrá.

Keyrslan vinnur úr öllum færslum í bókhaldi fyrirtækjaeiningar sem verða að vera með í samstæðu. Færslur í samsteypufyrirtæki eru stofnaðar eftir færslum í bókhaldi fyrirtækjaeininga. Þegar keyrsla er hafin gefa boð um stöðuna á skjánum til kynna þá fyrirtækjaeiningu, ásamt númeri og dagsetningu, sem unnið er úr.

Dagsetning nýrra færslna í samsteypufyrirtækinu verður annað hvort lokadagsetning tímabilsins eða nákvæm dagsetning ef sögulegt gengi er notað sem Samstæðu-umreikningsaðferð. Upphæðunum í nýjum færslum í samsteypufyrirtækinu er umbreytt úr upphæðum fyrirtækjaeiningarinnar í samræmi við upplýsingar um fyrirtækjaeininguna í eftirfarandi reitum:

Þegar stakir fjárhagsreikningar í fyrirtækiseiningunni eru tengdir við reikningsnúmer samstæðufyrirtækisins fyrir bæði Samstæðu-debetreikn. og Samstæðu-kreditreikn. flytur keyrslan debet- og kreditstöður frá fyrirtækiseiningum í reikningana í samstæðufyrirtækinu. Sé þegar um færslur að ræða vegna fyrirtækiseiningar í bókhaldi samsteypufyrirtækis er þeim breytt, um leið og eftirfarandi texti tengist þeim: Breytt við samstæðu á (vinnudagsetning).

Þegar Efnahagsreikningur lokagengis sem þegar hefur stöðu frá fyrra samstæðutímabili er fluttur inn kann að reynast nauðsynlegt leiðrétta upphafsstöðuna. Hvers kyns gengismismunur milli síðasta innflutnings og núverandi innflutnings er hægt að staðfesta með því að nota reitina Staða gengisstuðuls og Síðasta staða gengisstuðuls. Ef um gengismun er að ræða verður upphafsjöfnuður á efnahagsreikningum leiðréttur í samræmi við það gengi sem á við á efnahagsreikningunum. Gengismunur er alltaf reiknaður og bókaður á reikninga fyrir gengishagnað og -tap sem settir eru upp í töflunni Fyrirtækiseining. Hugsanlegar eftirstöðvar eru reiknaðar fyrir allar innfluttar færslur og bókaðar á Reikning afgangs í samsteypufyrirtækinu.

Valkostir

Reitur Lýsing

Upphafsdagsetning

Færa skal inn fyrstu dagsetningu tímabils færslna sem eru lesnar inn. Ef lokunardagsetning er notuð verða upphafs- og lokadagsetningar að vera þær sömu.

Lokadagsetning

Færa skal inn síðustu dagsetningu tímabils færslna sem eru lesnar inn. Ef lokunardagsetning er notuð verða upphafs- og lokadagsetningar að vera þær sömu.

Afrita víddir

Velja skal víddirnar sem færslurnar eru flokkaðar eftir þegar þær eru fluttar.

Númer fylgiskjals

Færið inn fylgiskjalanúmerin í allar færslur sem á að lesa inn.

Yfirgjaldmiðilskóti

Í þessum reit kemur fram gjaldmiðilskóti móðurfyrirtækisins. Það er afritað úr reitnum HGM-kóti í Fjárhagsgrunnur. Því þarf að breyta ef fyrirtækiseiningartaflan Gjaldmiðill vísar í gjaldmiðil móðurfyrirtækis með öðrum gjaldmiðilskóta.

Ábending

Sjá einnig