Tilgreinir fyrirtæki sem eru hluti af samstæðu. Af þessum sökum þarf að vera hægt að sameina fleiri en eitt bókhald í eitt samstæðubókhald.
Sameining í kerfinu á sér þannig stað að samstæðubókhald er stofnað. Í samstæðubókhaldinu eiga allar lokatölur (uppgjörstölur), frá móður- og dótturfyrirtækjum að leggjast saman.
Hægt er að láta kerfið lesa inn niðurstöðutölur frá hinum ýmsu fyrirtækjaeiningum, leggja þær saman og setja niðurstöðurnar í bókhaldslykil samstæðubókhaldsins. Í fjárhagsreikningum viðskiptaeininga þarf að vísa til fjárhagsreikninga samstæðunnar sem samtalan á að færast til. Þá getur kerfið flutt þær upplýsingar inn.
Ef víddarkótar og víddargildiskótar þeirra eiga að yfirfærast frá fyrirtækiseiningunni á samsvarandi kóta í samstæðubókhaldinu þarf að skilgreina kóta fyrir samstæðubókhaldið í töflunum Vídd og Víddargildi. Ef valið er að setja ekki upp samstæðukóta fyrir víddir og víddargildi í fyrirtækiseiningunni þurfa víddir og víddargildi í samstæðufyrirtækinu að vera eins.
Stofna verður móðurfyrirtæki, dótturfyrirtæki og samstarfsfyrirtæki í þessum glugga.
Mikilvægt |
---|
Eingöngu á að fylla út í gluggann Fyrirtækiseiningar í sjálfu samstæðubókhaldinu, þar sem hinar ýmsu fyrirtækiseiningar verða lesnar inn. |
Til að lesa inn heildartölur úr mismunandi fyrirtækiseiningum eru keyrslurnar Samstæða flutt inn frá GS og Flytja inn samstæðu úr skrá keyrðar.