Opnið gluggann Leiðrétta annan skýrslugjaldm..

Reiknar út upphæðir í öðrum skýrslugjaldmiðli í fjárhagsfærslum, birgðafærslum og verkfærslum ef bókað er í öðrum skýrslugjaldmiðli. Upphæðir í SGM eru umreiknaðar í annan skýrslugjaldmiðil samkvæmt gengi þess dags sem verkið er unnið. Upplýsingarnar í töflunni Gengi gjaldmiðils eru notaðar til að finna þetta gengi.

Þessi keyrsla opnast þegar gjaldmiðillinn sem á að nota sem annan skýrslugjaldmiðil er tilgreindur í reitnum Annar skýrslugjaldmiðill í glugganum Fjárhagsgrunnur.

Að þessari keyrslu lokinni verða upphæðir í höfuðbókarfærslum, birgðafærslum og verkfærslum bæði í SGM og öðrum skýrslugjaldmiðli.

Valkostir

Reitur Lýsing

Annar skýrslugjaldmiðill

Þessi reitur er sjálfkrafa fylltur út með gjaldmiðilskóðanum úr reitnum Annar skýrslugjaldmiðill í glugganum Fjárhagsgrunnur. Þetta er sá gjaldmiðill sem tilgreindur hefur verið sem annar skýrslugjaldmiðill. Til að breyta genginu sem notað er til að breyta SGM-upphæðum í aukaskýrslugjaldmiðilinn skal velja reitinn.

Númer fylgiskjals

Færið inn númer fylgiskjalsins sem verður afritað í sléttaðar færslur ef annað fylgiskjalsnúmer á ekki við. Keyrslan býr til þessar sléttuðu færslur.

Reikn. óráðst. eigin fjár

Tilgreina þarf framlegðarreikninginn sem keyrslan á að bóka í. Reikningurinn þarf að vera sá sami og notaður er af keyrslunni Loka rekstrarreikningi.

Ábending

Sjá einnig