Opnið gluggann Senda innheimtubréf.
Gefur út eitt eða fleiri innheimtubréf í einu.
Þegar innheimtubréf er sent birtist beiðniglugginn Senda innheimtubréf. Hægt er að velja þau innheimtubréf sem á að senda með því að fylla í reitinn Nr.
Þegar innheimtubréf er sent bókar kerfið færslur eftir því sem var tilgreint í töflunni Skilmálar innheimtubréfa. Þessi tafla ákvarðar hvort vextir og/eða viðbótargjöld séu bókuð á reikning viðskiptamanns og fjárhag. Taflan Bókunarflokkur viðskm. ákvarðar á hvaða reikninga er bókað.
Færsla er stofnuð í töflunni Innheimtubréf/Vaxtafærsla fyrir hverja viðskiptamannafærslu á innheimtubréfinu.
Ef reiturinn Bóka vexti og/eða reiturinn Bóka vanskilagjald í töflunni Skilmálar innheimtubréfa fela í sér gátmerki eru eftirfarandi færslur einnig gerðar:
-
ein færsla í töflunni Viðskm.færsla
-
ein "útistandandi" færsla í viðeigandi fjárhagsreikningi
-
ein "vaxta-" og/eða ein "viðbótargjalds-" færsla í viðeigandi fjárhagsreikningi
Að auki getur sending innheimtubréfs leitt af sér VSK-færslur.
Að lokinni sendingu er hægt að skoða senda innheimtubréfið í glugganum Sent innheimtubréf.
Hægt er að skilgreina hvaða innheimtubréf eru talin með í keyrslu með því að stilla afmarkanir. Einnig er hægt að ákvarða hvernig unnið er úr keyrslunni með því að fylla út reitina á flýtiflipanum Valkostir. Reitirnir eru fylltir út sem hér segir:
Valkostir
Prenta: Sett er merki í gátreitinn ef kerfið á að prenta innheimtubréfin þegar þau eru send.
Endursetja bókunardags.: Sett er merki í gátreitinn ef endursetja á bókunardagsetningu innheimtubréfs með þeirri dagsetningu sem er færð í reitinn að neðan.
Bókunardags.: Færð er inn bókunardagsetning. Ef gátmerki er sett í reitinn hér að ofan mun forritið nota þessa dagsetningu á öllum innheimtubréfum við bókun. Ef ekkert gátmerki er sett í reitinn mun dagsetningin aðeins verða notuð á innheimtubréfum þar sem engin bókunardagsetning hefur verið skilgreind.
Smellt er á Í lagi til að hefja keyrsluna. Ef ekki á að hefja keyrsluna núna er smellt á Hætta við til að loka glugganum.
Ábending |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með keyrslur eru í Hvernig á að keyra runuvinnslur og Hvernig á að stilla afmarkanir. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |