Tilgreinir hvort vexti sem skráðir eru á innheimtubréfi skuli bóka á fjárhag og reikninga viðskiptamanna þegar innheimtubréf er sent út. Efni reitsins Reikna vexti í glugganum Stig innheimtubréfa segir til um það hvort útreiknaðir vextir skuli tilgreindir í innheimtubréfi eða ekki.
Gefið er til kynna að vexti skuli bóka með því að setja merki í gátreitinn. (Þegar nýr kóti skilmála innheimtubréfa er búinn til verður reiturinn sjálfkrafa auður.)
Ábending |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með reiti og dálka eru í Unnið með Microsoft Dynamics NAV. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |