Opnið gluggann Uppfæra birgðakostnað verks.
Þessi keyrsla er notuð til að uppfæra notkunarkostnað í verkbókarfærslum til samræmis við kostnað eins og hann er í raun í birgðafærslunni. Hafi virðisleiðréttingafærslur aðra dagsetningu heldur en upphaflega virðisfærslan eins og t.d. þegar birgðatímabili er lokað þá uppfærist verkfærslan ekki. Áætlunarlínur sem eru tengdar uppfærðri birgðafærslu eru einnig uppfærðar hafi þeim ekki verið breytt handvirkt eða þær verið fluttar í sölureikning. Með þessu er tryggt að verkkostnaður uppfærist ef breytingar verða á birgðakostnaði vegna kostnaðarleiðréttinga og birgðajöfnunarbreytinga.
Til athugunar |
---|
Verk með stöðuna Lokið eru ekki höfð með í keyrslunni. Til að tryggja að lokafærslur innihaldi réttan kostnað vöru þarf að framkvæma keyrsluna Uppfæra birgðakostnað verks fyrir verkið áður en stöðu þess er breytt í Lokið. |
Til athugunar |
---|
Hægt er að stilla Microsoft Dynamics NAV þannig að það framkvæmi sjálfvirkt kostnaðarmat í hvert sinn sem keyrslan Leiðr. kostnað - Birgðafærslur er keyrð. Þá er hægt að fá nákvæmari gildi fyrir notkun og VÍV og framlegðartölur án þess að þurfa að treysta á að aðrir notendur keyri keyrsluna Uppfæra birgðakostnað verks reglulega. Nánari upplýsingar sjá Sjálfvirk uppfærsla á birgðakostnaði verks. |
Ábending |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með keyrslur eru í Hvernig á að keyra runuvinnslur og Hvernig á að stilla afmarkanir. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |