Opnið gluggann Verk - Reikna VÍV.
Reiknar virði verks í vinnslu (VÍV) fyrir verk.
Útreikningurinn byggist á þeirri VÍV-aðferð sem valin hefur verið fyrir hvert verk um sig.
Í hvert sinn sem þessi keyrsla er framkvæmd býr kerfið til VÍV-færslur í tengslum við þau verk sem tekin eru með. Hægt er að sjá VÍV-færslur hvers verks í glugganum VÍV-færslur verks.
Fyrir hvert verk má skoða VÍV eins og það er reiknað á flýtiflipanum Bókun í glugganum Verkspjald.
Til athugunar |
---|
Þessi aðgerð reiknar einungis út VÍV; hún bókar ekki VÍV í fjárhag. Til að gera það þarf að framkvæma keyrsluna Verk - Bóka VÍV í fjárhag eftir að búið er að reikna út VÍV með þessari aðgerð. |
Valkostir
Reitur | Lýsing |
---|---|
Bókunardags. | Slá skal inn dagsetninguna þegar VÍV er reiknað út og bókað. |
Númer fylgiskjals | Slá skal inn fylgiskjalsnúmer ef þörf krefur. |
Ábending |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með keyrslur eru í Hvernig á að keyra runuvinnslur og Hvernig á að stilla afmarkanir. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |