Opnið gluggann Verk - Reikna VÍV.

Reiknar virði verks í vinnslu (VÍV) fyrir verk.

Útreikningurinn byggist á þeirri VÍV-aðferð sem valin hefur verið fyrir hvert verk um sig.

Í hvert sinn sem þessi keyrsla er framkvæmd býr kerfið til VÍV-færslur í tengslum við þau verk sem tekin eru með. Hægt er að sjá VÍV-færslur hvers verks í glugganum VÍV-færslur verks.

Fyrir hvert verk má skoða VÍV eins og það er reiknað á flýtiflipanum Bókun í glugganum Verkspjald.

Til athugunar
Þessi aðgerð reiknar einungis út VÍV; hún bókar ekki VÍV í fjárhag. Til að gera það þarf að framkvæma keyrsluna Verk - Bóka VÍV í fjárhag eftir að búið er að reikna út VÍV með þessari aðgerð.

Valkostir

Reitur Lýsing

Bókunardags.

Slá skal inn dagsetninguna þegar VÍV er reiknað út og bókað.

Númer fylgiskjals

Slá skal inn fylgiskjalsnúmer ef þörf krefur.

Ábending

Sjá einnig