Tilgreinir upplýsingar um verk sem er unnið í fyrirtækinu.
Búnaður kerfisins fyrir stjórnun fyrirtækja og verkefna veitir sveigjanlegar lausnir við stjórnun langtímaverkefna, margs konar þjónustu- og ráðgjafarviðfangsefna. Búnaður fyrir áætlanir, skráningu og kostnaðarútreikninga tryggir skilvirka stjórn og eftirlit með vörubirgðum, tímanotkun og öðrum kostnaði. Kerfishlutinn Verk gefur glögga mynd, ekki aðeins af einstökum verkum, heldur einnig því hvernig starfsmönnum, vélakosti og öðrum forða er ráðstafað í öllum verkum.
Í kerfishlutanum Verk er unnt að skipuleggja verkstjórn í einstökum atriðum. Þar er búnaður sem til dæmis má nota til almennrar skráningar og reikningsfærslu vegna verks í vinnslu. Einnig er hann notaður til að gera nákvæmar áætlanir fram í tímann og til að fylgja eftir verkefnum, tilboðum, skráningu á notkun og til þess að gefa út reikninga og reikna út kostnað.
Auk þess að geta haldið uppi nákvæmri skráningu verka er hægt að tengja kerfishlutann Verk við fjárhagsbókhaldið. Einnig er hægt að nota víddir og staðsetningu birgða þegar færslur eru bókaðar.