Hægt er að skoða fjárhagsáætlanir og bera þær saman við raunverulegar upphæðir í mörgum svæðum í Microsoft Dynamics NAV.

Að skoða raunverulegar og áætlaðar upphæðir fyrir alla reikninga

  1. Í reitinn Leita skal færa inn Bókhaldslykill og velja síðan viðkomandi tengi.

  2. Í glugganum Bókhaldslykill á flipanum Færsluleit í flokknum Staða veljið Fjárhagsstaða/áætlun.

  3. Fyllt er í reitina í hausnum. Nánari upplýsingar um tiltekinn reit fást með því að velja reitinn og ýta á F1.

  4. Til að sjá tilgreininguna sem birt upphæð samanstendur af skal velja reitinn.

Til athugunar
Afmarkanir sem settar eru í gluggahausinn verða notaðar í fjárhagsfærslum og áætlunarfærslum.

Bókhaldslykillinn er í dálkunum til vinstri. Af dálkunum fimm lengst til hægri sýna fjórir þeir fyrstu raunverulegar og áætlaðar debet- og kreditfærslur á hverjum reikningi. Fimmti dálkurinn sýnir hlutfallsleg tengsl raunverulegra og áætlaðra upphæða á fjárhagsreikningnum.

Ábending
Reiturinn Skoða eftir í glugganum Fjárhagur - Staða/áætlun er notaður til að velja lengd tímabils. Smellt er á reitinn Skoða sem til að velja hvernig upphæðir eru reiknaðar (Hreyfing eða Staða til dags). Í flipanum Aðgerðir veljið Fyrra tímabil eða Næsta tímabil til að breyta tímabilinu.

Ábending

Sjá einnig