Opnið gluggann Afrita fjárhagsáætlun.

Afritar fyrirliggjandi áætlun yfir í nýja. Til dæmis er hægt að afrita 12 mánaðarlegar áætlanir fyrir yfirstandandi reikningsár yfir á 12 mánaðarlegar áætlanir fyrir næsta reikningsár. Þetta tryggir að áætlaðar upphæðir lenda á réttum reikningum. Ef breyta þarf tölunum er einfaldlega hægt að rita nýjar tölur yfir þær gömlu eða nota reitinn Leiðréttingarstuðull.

Áður en hægt er að keyra keyrsluna þarf að ákveða hvort afrita eigi fjárhagsfærslur eða fjárhagsáætlanafærslur. Einnig þarf að ákveða hvort afrita eigi allar eða aðeins valdar færslur. Einnig er hægt að taka ákvörðun um hvaða upplýsingar nýju fjárhagsáætlunarfærslurnar eiga að fela í sér miðað við þær gömlu og hvernig keyrslan er unnin.

Valkostir

Reitur Lýsing

Uppruni

Velja skal hvaða tegundir upphæða á að afrita í nýja áætlun. Hægt er að velja fjárhagsfærslur eða fjárhagsáætlunarfærslur.

Heiti áætlunar (Afrita úr)

Hér er skráð heiti fjárhagsáætlunarinnar sem á að afrita. Til að skoða áætlunarheitin sem til eru fyrir er reiturinn valinn.

Fjárhagsreikn.nr. (Afrita úr)

Hér eru skráð númer fjárhagsreikninganna sem á að afrita. Til að skoða fjárhagsreikningsnúmerin sem til eru fyrir er reiturinn valinn.

Dagsetning

Hér er skráð það tímabil áætlunarinnar sem er afritað (til dæmis 01/10/96...31/12/96).

Lokunarfærslur

Hér má velja um það hvort lokafærslur verði hafðar með í nýrri fjárhagsáætlun eður ei.

Víddir

Hér er valið hvaða víddir eigi að taka með í nýja áætlun. Ef víddir eru tengdar við fjárhagsfærslur eða áætlunarfærslur er hægt að afrita þær í nýja áætlun. Til að sjá viðhengdar víddir skal velja reitinn.

Heiti áætlunar (Afrita í)

Fært er inn heiti nýju áætlunarinnar. Til að velja áætlunarheiti er reiturinn valinn.

Fjárhagsreikn.nr. (Afrita í)

Færið inn fjárhagsreikningsnúmerið ef afrita þarf eina eða fleiri færslur á einn fjárhagsreikning. Til að skoða fjárhagsreikningana sem til eru fyrir er reiturinn valinn.

Leiðréttingarstuðull

Færa inn leiðréttingarstuðul til margföldunar á upphæðunum sem á að afrita. Með því að færa inn leiðréttingarstuðul er hægt að hækka eða lækka upphæðirnar sem kerfið afritar í nýja áætlun.

Sléttunaraðferð

velja kóta sléttunaraðferðar sem á að beita á færslur þegar þær eru afritaðar í nýja áætlun.

Breytingaregla dagsetningar:

Tilgreinið hvernig dagsetningum afrituðu færslnanna er breytt. Nota gagnaformúlu; til dæmis er hægt að afrita áætlun síðustu viku í þessa viku með því að nota formúluna 1W (ein vika).

Dagsetningarþjöppun

Lengd þess tímabils sem sameina á færslur í er valið. Til að sjá valkostina skal velja reitinn.

Ábending

Sjá einnig