Fyrir sumar vörur þarf ef til vill að setja upp tilteknar ábyrgðir í vörurakningarkótanum. Þessi aðgerðareiginleiki gerir kleift að halda utan um það hvenær ábyrgðin á tilteknum rað- eða lotunúmerum í birgðahaldi rennur út.

Uppsetning ábyrgðar fyrir rað- og lotunúmer

  1. Í reitnum Leita skal færa inn Vörurakningarkótar og velja síðan viðkomandi tengi.

  2. Veljið fyrirliggjandi vörurakningarkóta og því næst Breyta úr flokknum Stjórna á flipanum Heim.

  3. Á flýtiflipanum Ýmislegt er reiturinn Ábyrgðardagsetningarregla fylltur út og gátmerki valin eins og við á.

    Reitur Lýsing

    Ábyrgðardagsetningarregla

    Tilgreinir síðasta dag ábyrgðar á vörunni.

    Handv. áb.dags.færsla áskilin

    Tilgreinir að færa þurfi inn ábyrgðardagsetninguna handvirkt í vörurakningarlínuna.

Ábending

Sjá einnig