Fyrir sumar vörur þarf ef til vill að setja upp tiltekna gildistíma og reglur með vörurakningaruppsetningunni. Með þessari aðgerð má fylgjast með því hvenær tiltekin rað- og lotunúmer falla úr gildi.
Uppsetning gildistíma fyrir rað- og lotunúmer
Í reitnum Leita skal færa inn Vörurakningarkótar og velja síðan viðkomandi tengi.
Veljið fyrirliggjandi vörurakningarkóta og því næst Breyta úr flokknum Stjórna á flipanum Heim.
Á flýtiflipanum Ýmislegt skal velja eftirfarandi gátreiti.
Reitur Lýsing Ströng lokasöludagsetning
Tilgreinir að fyrningardagsetning sem tengd er vörunni þegar hún kemur í birgðir verður að gilda þegar hún fer þaðan.
Handv. lokasöludags. áskilin
Tilgreinir að færa þarf dagsetninguna þegar varan rennur út handvirkt í vörurakningarlínuna.
Ábending |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með reiti og dálka eru í Unnið með Microsoft Dynamics NAV. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |