Notandi verður að setja upp tengingu á milli Microsoft Dynamics NAV og Microsoft Dynamics CRM til að samþætta við Microsoft Dynamics CRM. Leggja verður fram eftirfarandi lágmarksupplýsingar til að koma á tengingu:

Tilða setja upp, prófa og virkja tengingu við Microsoft Dynamics CRM

  1. Í reitnum Leita skal færa inn Uppsetning tengingar Microsoft Dynamics CRM og velja síðan viðkomandi tengi.

  2. Í glugganum Uppsetning tengingar Microsoft Dynamics CRM skal tilgreina vefslóð Dynamics CRM URL og notandanafn og aðgangsorð þjónustureikningi þjónsins.

  3. Til að prófa stillingar tengingar skal velja Prófa tengingu á flipanum Heim í flokknum Framvinda.

    Microsoft Dynamics NAV reynir að koma á tengingu við Microsoft Dynamics CRMþjóninn.

    • Ef stillingar eru gildar og tenging kemst á munu skilaboð birtast sem segja að prófið hafi heppnast.
    • Að öðrum kosti birtist skilaboð sem segja að kerfið hafi ekki getað tengst við Microsoft Dynamics CRM og þar koma íka fram upplýsingar um villuna.
    Til athugunar
    Ef dulritun gagna er ekki virkjuð í Microsoft Dynamics NAV, færðu skilaboð til að spyrja hvort þú vilt virkja hana. Til að virkja dulritun gagna veldu hnappinn og gefðu áskildar upplýsingar. Annars, velja hnappinnNei. Hægt er að virkja dulritun gagna seinna. Frekari upplýsingar eru í Stjórna gagnadulritun.

  4. Til að virkja tenginguna skal velja gátreitinn Virkja .

    Ef tenginginu er ekki komið á núna munu stillingar tengingar vera vistaðar en notendur geta ekki tengst Microsoft Dynamics CRM gögnum frá Microsoft Dynamics NAV. Hægt er að koma aftu rí þennan glugga og virkja tenginguna seinna.

  5. Ef Microsoft Dynamics CRM samstilling er ekki þegar sett uppbirtast skilaboð sem spyrja hvort nota eigi sjálfgefna samstillingaruppsetningu.

    Með uppsetningu á samstillingu er hægtað geyma halda gögnum í færslum sem eru sameiginlegar við Microsoft Dynamics CRM og Microsoft Dynamics NAV uppfærðum. Ef virkja á sjálfgefna samstillingu gagna skal velja hnappinn annars skal velja hnappinn Nei.

    Við mælum með að þú setjir upp samstillingu núna. Hægt er að setja upp tenginguna síðar með því að nota sjálfgefnar samstillingarstillingar. Frekari upplýsingar eru í Hvernig á að: Virkja sjálfgefna Dynamics CRM samstillingu.

  6. Tengingin við Microsoft Dynamics CRM er nú skilgreind og Microsoft Dynamics CRM samþætting er virkjuð. Þú getur byrjað að vinna Microsoft Dynamics CRM gögn íMicrosoft Dynamics NAV. Það eru nokkrir háþróaður stilling sem þú getur sett til að auka öryggi og virkja Microsoft Dynamics CRM sölupantanavinnslu.

    Eftirfarandi tafla lýsir stillingunum. Til að breyta stillingu skal velja gildil.

    Reitur Lýsing

    Dynamics NAV Samþættingarlausn flutt inn

    Tilgreinir hvort Microsoft Dynamics NAV Samþættingarlausn er sett upp og skilgreind í Microsoft Dynamics CRM. Ekki er hægt að breyta þessari stillingu. Frekari upplýsingar er að finna í Setja upp Microsoft Dynamics NAV Samþættingarlausn.

    Dynamics NAV-VEFSLÓÐ

    Tilgreinir vefslóðina fyrir Microsoft Dynamics NAV Vefbiðlari. Þetta gerir notendum í Microsoft Dynamics CRM kleift að opna samsvarandi færslur í Microsoft Dynamics NAV úr færslum íMicrosoft Dynamics CRM, svo sem reikning eða vöru. Microsoft Dynamics NAV færslan opnast í Microsoft Dynamics NAV Vefbiðlari. Stillið þennan reit á vefslóð fyrir Microsoft Dynamics NAV Vefbiðlari tilvikið sem nota á.

    Til að endurstilla reitinn á sjálfgefna vefslóð fyrir Microsoft Dynamics NAV Vefbiðlari, farið á flipann Aðgerð og veljið Endurstilla vefslóð vefbiðlara.

    Þessi reitur á aðeins við ef Microsoft Dynamics NAV samþættingarlausn er sett upp í Microsoft Dynamics CRM.

    Útgáfa

    Tilgreinir útgáfunaaf Microsoft Dynamics CRM. Frekari upplýsingar um studdar útgáfur eru í Microsoft Dynamics NAV 2016 Kerfiskröfur.

    Notandi Dynamics CRM-tengingar er samþættingarnotandi

    Tilgreinir eiginleikann samþættingarnotandi á Microsoft Dynamics CRM notandareikningnum sem er notaður fyrir tenginguna Microsoft Dynamics NAV til Microsoft Dynamics CRM. Ef þetta er stillt á , er tengingarnotandi ógagnvirkur notandi í Microsoft Dynamics CRM.

    Kveikt er á samþættingu Dynamics CRM-sölupantana

    Tilgreinir hvort kveikt er á samþættingu sölupantana í Microsoft Dynamics CRM. Þetta gerir Microsoft Dynamics CRM notendum kleift að senda inn sölupantanir sem má skoða og flytja inn í Microsoft Dynamics NAV.

    Dynamics NAV Notendum verður að varpa í notendur í Dynamics CRM

    Tilgreinir að Microsoft Dynamics NAV notendareikningar verða að hafa samsvarandi notandareikning í Microsoft Dynamics CRM, sem ákvarðast af netfangi reikninganna. Office 365 Sannvottunarnetfang fyrir Microsoft Dynamics NAV fyrir notandann verður að vera sama ogAðalnetfang fyrir Microsoft Dynamics CRM notandann.

    Ief þetta gildi er stillt á , Microsoft Dynamics NAV munu notendur sem ekki hafa samsvarandi Microsoft Dynamics CRM notandareikning ekki geta notað Microsoft Dynamics CRM samþættingu í notandaviðmótinu. Aðgangur að Microsoft Dynamics CRM gögnum beint úr Microsoft Dynamics NAV er veittur fyrir hönd Microsoft Dynamics CRM notandareikningsins.

    Ef þetta gildi er stillt á Nei , munu allir Microsoft Dynamics NAV notendur geta notað Microsoft Dynamics CRM samþættingu í notandaviðmótinu. Aðgangur að Microsoft Dynamics CRM gögnum er veittur fyrir hönd notanda Microsoft Dynamics CRM tengingarinnar.

  7. Velja hnappinn Í lagi að því loknu.

Eftir að tenging við Microsoft Dynamics CRM hefur verið sett upp er hægt að fylgjast með stöðunni. Frekari upplýsingar eru í Hvernig á að: Skoða Microsoft Dynamics CRM tengingarstöðu.

Til að rjúfa tengingu við Microsoft Dynamics CRM

  1. Í reitnum Leita skal færa inn Uppsetning tengingar Microsoft Dynamics CRM og velja síðan viðkomandi tengi.

  2. Í glugganum Uppsetning tengingar Microsoft Dynamics CRM skal hreinsa reitinn Virkjað.

Notendur geta ekki tengst Microsoft Dynamics CRM gögnum frá Microsoft Dynamics NAV.

Ábending

Sjá einnig