Þegar Microsoft Dynamics NAV er uppsett til að samþættast við Microsoft Dynamics CRM er hægt að skoða stöðu tengingarinnar Microsoft Dynamics CRM til að sjá hvort tenging virkar sem skyldi, hvort hún er biluð eða hefur verið óvirkjuð. Þetta getur hjálpað við úrræðaleit. Ef tengin er biluð er hægt að sjá villur sem ollu rofinni tengingu og komast í uppsetningu tengingar til að laga villuna.

Hægt er að skoða stöðu Microsoft Dynamics CRMtengingar úr glugganum Þjónustutengingar glugganum, Uppsetning tengingar Microsoft Dynamics CRM eða undir Tæknistjóri í Hlutverkamiðstöð,

Til að kanna tengingarstöðu úr glugganumÞjónustutengingar

  1. Í reitnum Leita skal færa inn Þjónustutengingar og velja síðan viðkomandi tengi.

    Tengingarfærslan Microsoft Dynamics CRM er merkt með Uppsetning CRM-tengingar í reitnum Lýsing.

  2. Til að skoða eða breyta uppsetningu tengingar Microsoft Dynamics CRM skal velja reitinn Lýsing.

Til að kanna tengingarstöðu úr glugganumUppsetning tengingar Microsoft Dynamics CRM

  1. Í reitnum Leita skal færa inn Uppsetning tengingar Microsoft Dynamics CRM og velja síðan viðkomandi tengi.

  2. Á flipanum Heim, í flokknum Vinnsla er valið Tengingarstaða.

Til að kanna tengingarstöðu úr hlutverkamiðstöð tæknistjóra

  1. Opnaðu hlutverkamiðstöð Tæknistjóra.

  2. Tengingarstaðan Microsoft Dynamics CRM er tiltæk í Staða tengingarþjónustu hlutanum.

    Gerið eftirfarandi ef þessi hluti er ekki birtur:

    1. Í Forrit valmyndinni Microsoft Dynamics NAV Application menu, veljið Sérstilla og veljið svo Sérstilla þessa síðu.

    2. Í glugganum Sérstilla Mitt hlutverk, í reitnum Tiltækir hlutar er Tengingarstaða þjónustu valinn og Bæta við valið.

    3. Hnapparnir Færa upp, Færa niður, Færa til vinstri og Færa til hægri eru notaðir til að færa hlutann á Mitt hlutverk.

    4. Velja hnappinn Í lagi.

  3. Í hlutanum Staða tengingarþjónustu ,hefur tenging sem virkar sem skyldi stöðuna Tengd. Tenging sem virkar ekki rétt hefur stöðuna Biluð. Tenging sem er ekki virkjuð til notkunar hefur stöðuna Óvirk.

    Á meðan þú ert í hlutverkamiðstöð er staða tengingar könnuð á fimm mínútna fresti. Dálkurinn Staða tengingarþjónustu uppfærist hinsvegar ekki sjálfkrafa. Því ætti að velja Uppfæra reglulega til að uppfæra hann. Könnun á tengingu hættir þegar þú ferð úr hlutverkamiðstöð og hefst aftur þegar þú kemur aftu rí hlutverkamiðstöð

    Hægt er að framkvæma eftirfarandi aðgerðir úr hlutanum Staða tengingarþjónustu:

    • Veldu Uppfæra til að keyra próf á tengingu tafarlaust.
    • Veldu Uppsetning Dynamics CRM-tengingar til að skoða eða breyta stillingum fyrir tengingu til að laga bilaða tengingu.
    • Veldu Bilun í Dynamics CRM-tengingar til að skoða bilanir sem ollu bilaðri tengingu.
      Glugginn Tengivillur í Microsoft Dynamics CRM birtist og hann sýnir kladda yfir bilaðar tengingar. Notaðu dálkur Síðasta tilvik til að greina ástæðu núverandi bilunar í tengingu.
Ábending

Sjá einnig