Í eignaafskriftabók er tilgreint hvernig Microsoft Dynamics NAV afskrifi eign. Hægt er að nota ýmsar afskriftaaðferðir fyrir eignirnar. Ef afskrifa á eina eign eða fleiri samkvæmt nokkrum afskriftaaðferðum verður að setja upp margar eignaafskriftabækur.

Handvirk uppsetning eignaafskriftabóka

  1. Í reitnum Leit skal færa inn Eign og velja síðan viðkomandi tengil.

  2. Valin er eignin sem setja á upp eignaafskriftabók fyrir.

  3. Á flipanum Heim, í flokknum Vinna, skal velja Afskriftabækur til að opna gluggann Eignaafskriftabækur.

  4. Viðeigandi reitir eru fylltir út.

Til athugunar
Þegar handvirk afskriftaaðferð er notuð verður að færa afskriftirnar handvirkt annaðhvort í eignafjárhagsfærslubók eða eignafærslubók. Keyrslan Reikna afskriftir sleppir eignum sem handvirk afskriftaaðferð er notuð á. Hægt er að nota þessa aðferð á eignir sem ekki eru afskrifanlegar, til dæmis land.

Ábending

Sjá einnig