Ef úrkast er framleitt við vinnsluna er einnig hægt að færa það inn í afkastabókina. Bent er á að úrkastsmagnið eykur ekki afkastamagnið.
Úrkast bókað handvirkt:
Í reitnum Leita skal færa inn Frálagsbók og velja síðan viðkomandi tengi.
Bókunardagsetningin er færð inn í reitinn Bókunardags.
Í reitinn Framl.pöntunarnúmer er fært inn framleiðslupöntunarnúmerið.
Í reitnum Vörunr. er valið vörunúmerið.
Í reitnum Aðgerðarnr. er valin aðgerðin sem bóka á úrkastið í.
Tíminn sem nauðsynlegur er til að vinna úrkastið er færður í reitinn Keyrslutími.
Úrkastsmagnið er fært í reitinn Úrkastsmagn.
Úrkastskótinn er færður inn í reitinn Úrkastskóti.
Ef vöruhúsið þar sem ganga á frá vörunum notar hólf en krefst ekki frágangsvinnslu skal tengja kóta hólfs við bókarlínuna til að tilgreina hvar skuli setja vörurnar í vöruhúsinu. Frekari upplýsingar eru í Hvernig á að úthluta hólfakótum færslubókarlínur.
Smellt er á Aðgerðir, Bókun, Bóka til að bóka aðgerðirnar.
Ábending |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með reiti og dálka eru í Unnið með Microsoft Dynamics NAV. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |