Sölukreditreikningar eru venjulega notaðir þegar viðskiptamaður skilar vöru, en einnig er hægt að nota þá til að veita viðskiptamanni söluuppbót og til að leiðrétta ranga reikninga.
Ef reikningsfærslueiginleikar eru notaðir er það góð hugmynd að nota líka kreditreikninga. Með þeim er auðveldara að hafa umsjón með útistandandi skuldum.
Sölukreditreikningar búnir til:
Í reitnum Leit skal færa inn Sölukreditreikningar og velja síðan viðkomandi tengil.
Á flipanum Heim í flokknum Nýtt skal velja Nýtt. Búa skal til nýjan sölukreditreikning.
Fyllt er í reitinn Nr..
Í reitnum Selt-til viðskm.nr. er ritað númer viðskiptamannsins sem skilaði vörunni.
Hægt er að fylla út línurnar handvirkt, auk þess sem tveir sjálfvirkir valkostir eru til staðar fyrir útfyllingu kreditreikningslínanna:
-
Hægt er að nota keyrsluna Afrita fylgiskjal til að afrita fyrirliggjandi fylgiskjal í kreditreikning. Þessi aðgerð er notuð til að afrita allt fylgiskjalið. Það er annað hvort bókað fylgiskjal eða fylgiskjal sem hefur ekki enn verið bókað.
-
Hægt er að nota aðgerðina Sækja bókaðar fylgiskjalalínur til að bakfæra til að afrita eina eða fleiri bókaðar fylgiskjalalínur frá einu eða fleiri bókuðum fylgiskjölum. Tilgangur þessarar aðgerðar er að gera notanda kleift að bakfæra nákvæmlega kostnaðinn úr bókuðu fylgiskjalslínunni.
-
Hægt er að nota keyrsluna Afrita fylgiskjal til að afrita fyrirliggjandi fylgiskjal í kreditreikning. Þessi aðgerð er notuð til að afrita allt fylgiskjalið. Það er annað hvort bókað fylgiskjal eða fylgiskjal sem hefur ekki enn verið bókað.
Á flýtiflipanum Reikningsfæra sjást aðrar upplýsingar sem kerfið afritaði af spjaldi viðskiptamanns. Ef bóka á kreditreikninginn á annan viðskiptamann en þann sem tilgreindur er á flýtiflipanum Almennt er fært inn númer þess viðskiptamanns í reitinn Reikn.færist á viðskm..
Hægt er að bera kreditreikninginn saman við skjalið sem var upphaflega bókað, til dæmis í glugganum Bókaðir sölureikningar.
Dagsetning er rituð í reitina Bókunardags. og Dags. fylgiskjals.
Í kreditreikningslínurnar eru færðar upplýsingar um vörurnar sem er skilað eða söluuppbót sem á að senda.
Hægt er að jafna kreditreikningslínu við tiltekna birgðabókarfærslu, verkfærslu eða þjónustufærslu, og einnig er hægt að úthluta henni kostnaðarauka.
Ef reiturinn Vöruskilamóttökur á kreditreikningi er valinn í Sala og útistandandi, þá eru vöruskil líka stofnuð þegar kreditreikningur er bókaður.
Ábending |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með reiti og dálka eru í Unnið með Microsoft Dynamics NAV. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |