Ef hluti eignar er seldur eða afskráður verður að skipta eigninni upp í hluta áður en hægt er að afskrá.

Í eftirfarandi aðferð eru notaðar tölur úr eftirfarandi dæmi: Hluti úr tölvu er seldur fyrir 500. Þessi hluti er 1/4 af markaðsvirðinu.

Endurflokka verður eignina í tvær eignir: eina eign með stofnkostnaði sem er 1/4 af heildarstofnkostnaði og afskriftaupphæð og annarri sem er 3/4 af heildar stofnkostnaði og afskriftarupphæð.

Afskráning að hluta bókuð:

  1. Stofnað er eignarspjald fyrir nýja eign.

  2. Sett er upp eignaafskriftabók þar sem afskriftabók er tengd viðkomandi eign.

  3. Í reitnum Leit skal færa inn Eignaendurflokun bóka og veljið síðan viðkomandi tengil.

  4. Færslubókarlína er fyllt út til að flytja 25% af gömlu eigninni yfir á nýju eignina.

  5. Á flipanum Heim veljið Endurflokka.

  6. Glugganum er lokað.

    Microsoft Dynamics NAV stofnar þær línur sem þarf í eignafjárhagsbókinni með því að nota sniðmátið og keyrsluna sem tilgreind voru í glugganum Eignabókargrunnur fyrir afskriftabókina sem var valin.

  7. Í reitnum Leit skal færa inn Eignafjárahagsbækur og velja síðan viðkomandi tengil eða til að opna gluggann Eignafjárhagsbók.

  8. Bóka skal færslubókina.

Til athugunar
Ef allir mótreikningar voru settir upp í glugganum Eignabókunarflokkar er hægt að setja upp Microsoft Dynamics NAV þannig að mótreikningslínur eru settar sjálfkrafa upp í eignafjárhagsbókina. Til að gera þetta skal fara í flipann Aðgerðir, flokkinn Aðgerðir og velja Setja inn mótreikn. eigna.

Ábending

Sjá einnig