Þegar eign er seld eða afskráð með öðrum hætti verður að bóka afskráningarverðmæti hennar í fjárhagsfærslum.

Skoðun afskráningarfærslna:

  1. Í reitnum Leit skal færa inn Eign og velja síðan viðkomandi tengil.

  2. Valin er eignin sem á að skoða.

  3. Á flipanum Færsluleit, í flokknum Eign, skal velja Afskriftabækur.

  4. Í glugganum Eignaafskriftabækur á flipanum Færsluleit í flokknum Afskriftarbók veljið Eignafærslur.

  5. Í reitnum Eignabókunarflokkur er valin línan þar sem stendur Afskráning og á flipanum Aðgerðir, er Færsluleit valin.

  6. Í glugganum Færsluleit er valin fjárhagsfærslulína. Í flipanum Aðgerðir veljið Sýna. Glugginn Fjárhagsfærslur opnast. Hér sjást færslurnar sem afskráningarfærslan hefur myndað.

Ábending

Sjá einnig