Innkaupapantanir eru samkomulag við lánardrottin um að kaupa tilteknar vörur á tilteknu verði með afhendingu á tilteknum degi.

Hægt er að búa til innkaupapöntun með því að breyta innkaupabeiðni. Frekari upplýsingar eru í Hvernig á að umbreyta Innkaupabeiðnum í innkaupapantanir.

Til að búa til innkaupapöntun handvirkt.

  1. Í reitnum Leit skal færa inn Innkaupapantanir og velja síðan viðkomandi tengil.

  2. Reiturinn Nr. er hafður auður til að færa sjálfkrafa inn númer úr sjálfgefinni númeraröð. Að öðrum kosti skal velja reitinn til að velja úr annarri númeraröð.

  3. Í reitinn Nr. afh.aðila er fært inn númer lánardrottinsins sem er verið að kaupa frá.

    Reitirnir í flýtiflipanum Almennt og öllum öðrum flýtiflipum eru fylltir út samkvæmt aðalgögnum á lánardrottnaspjaldinu.

  4. Á fyrstu innkaupapöntunarlínuna í reitnum Tegund er valið Vara.

  5. Í reitinn Nr. er fært númer vörunnar sem á að kaupa.

  6. Í reitinn Magn er fært það magn sem á að kaupa.

Ef birgðageymslan er sett upp þannig að hólfa sé krafist en ekki frágangsvinnslu skal tilgreina hvert eigi að setja vörur þegar þær eru mótteknar í reitnum Hólfkóti.

Ábending

Sjá einnig