Viðvörun um vikmörk greiðslu birtist þegar jöfnun er bókuð með stöðu sem er innan heimilla vikmarka. Hægt er að velja um hvernig staðan skuli bókuð og skráð.
Til að virkja eða slökkva á greiðsluvikmarkaviðvörun
Í reitinn Leita skal færa inn Fjárhagsgrunnur og velja síðan viðkomandi tengi.
Í glugganum Fjárhagsgrunnur er smellt á flýtiflipann Jöfnun, síðan er gátreiturinn Viðvörun um greiðsluvikmörk valinn til að virkja viðvörunina. Ef gera á viðvörunina óvirka er gátmerkið fjarlægt.
![]() |
---|
Viðvörunin á ekki við þegar valið er Nota á elstu. |
![]() |
---|
Sjálfgefinn valkostur fyrir Viðvörun um greiðsluvikmörk gluggann er Láta stöðu standa sem eftirstöðvar. Sjálfgefinn valkostur fyrir Viðvörun um vikmörk greiðsluafsláttar gluggann er Hafna síðbúnum greiðsluafslætti. |
![]() |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með reiti og dálka eru í Unnið með Microsoft Dynamics NAV. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |