Með vikmörkum á dögum og upphæðum er hægt að loka reikningi þó að greiðsla nái ekki alveg upphæðinni á reikningnum, hvort sem um er að ræða að gjalddagi sé liðinn, vörum hafi verið skilað eða smávillu. Þetta á einnig við um endurgreiðslur og kreditreikninga.

Svo hægt sé að setja upp vikmörk þarf að setja upp vikmarkareikninga, tilgreina bókunaraðferðir fyrir vikmörk greiðsluafsláttar og greiðsluvikmörk og keyra síðan keyrsluna Breyta greiðsluvikmörkum.

Vikmörk sett upp

  1. Í reitinn Leita skal færa inn Alm. bókunargrunnur og velja síðan viðkomandi tengi.

  2. Í glugganum Shortcut iconAlm. bókunargrunnur eru settir upp debet- og kreditreikningar greiðslufrávika sölu og debet- og kreditreikningar greiðslufrávika innkaupa.

  3. Í reitnum Leit skal færa inn Bókunargrunnur viðskiptamanns og velja síðan viðkomandi tengil.

  4. Í glugganum Shortcut iconBókunarflokkar viðskm. eru debet og kredit greiðsluvikmarkareikningar settir upp.

  5. Í reitnum Leit skal færa inn Bókunargrunnur lánardrottins og velja síðan viðkomandi tengil.

  6. Í glugganum Shortcut iconBókunarflokkar lánardrottna eru debet og kredit greiðsluvikmarkareikningar settir upp.

  7. Í reitinn Leita skal færa inn Fjárhagsgrunnur og velja síðan viðkomandi tengi.

  8. Glugginn Shortcut iconFjárhagsgrunnur er opnaður.

  9. Á flýtiflipanum Jöfnun fyllið út Greiðsluafslátt greiðsluvikmarka, Greiðsluafslátt biðtíma og svæðið Bókun greiðsluvikmarka. Til að fá hjálp við tiltekinn reit er smellt á reitinn og stutt á F1.

  10. Í flipanum Aðgerðir í flokknum Eiginleikar veljið Breyta greiðsluvikmörk.

  11. Til að keyra keyrsluna Breyta greiðsluvikmörkum þarf að fylla út reitina Vikmarkaprósenta greiðslu og Hám.upph. greiðsluvikmarka og smella síðan á Í lagi. Til að fá hjálp við tiltekinn reit er smellt á reitinn og stutt á F1.

Mikilvægt
Nú hafa verið sett upp vikmörk fyrir heimagjaldmiðilinn eingöngu. Ef Microsoft Dynamics NAV á að vinna með frávik á greiðslum, kreditreikningum og endurgreiðslum í erlendum gjaldeyri þarf að keyra keyrsluna Breyta greiðsluvikmörkum. Rita þarf gjaldmiðil í reitinn Gjaldmiðilskóti.

Til athugunar
Ef gera á vikmörk viðskiptamanns eða lánardrottins óvirk þarf að loka á vikmörk á spjaldi viðkomandi viðskiptamanns eða lánardrottins .

Ef fá á viðvörunarboð um greiðsluvikmörk í hvert skipti sem jöfnun er bókuð í vikmörkunum þarf að virkja viðvörun um greiðsluvikmörk.

Þegar vikmörk eru sett upp athugar Microsoft Dynamics NAV hvort einhverjar færslur séu opnar og reiknar vikmörk fyrir þær færslur að auki.

Nánari upplýsingar um hvernig lokað er fyrir vikmörk eru í Hvernig á að loka fyrir greiðsluvikmörk viðskiptamanns eða lánardrottins. Nánari upplýsingar um hvernig á að virkja viðvörun um greiðsluvikmörk eru í Hvernig á að gera viðvaranir greiðsluvikmarka virkar eða óvirkar.

Ábending

Sjá einnig