Hægt er að setja upp afsláttarvikmörkin til að loka reikningi þegar greiðsla nær ekki upp í fulla upphæð á reikningnum.

Vikmörk greiðsluafsláttar

Hægt er að nota vikmörk greiðsluafsláttar til að veita greiðsluafslátt eftir að afsláttarmörk eru liðin.

Ef greiðsluafsláttur er veittur eftir dagsetningu greiðsluafsláttar verður hann bókaður á greiðslureikning eða greiðsluvikmarkareikning.

Tilgreina skal bókunaraðferð fyrir vikmörk greiðsluafsláttardagsetningar í glugganum Fjárhagsgrunnur.

Frekari upplýsingar eru í Hvernig á að setja upp Vikmörk.

Vikmörk greiðslu

Hægt er að nota greiðsluvikmörk þannig að allar útistandandi upphæðir hafa leyfilegt hámark greiðsluvikmarka. Ef greiðsluvikmörk eru uppfyllt verður greiðsluupphæðin greind.

  • Ef greiðsluupphæðin er vangreiðsla mun vangreiðslan loka öllum eftirstöðvum. Sundurliðuð fjárhagsfærsla er bókuð á greiðslufærsluna þannig að engar eftirstöðvar eru eftir á jöfnuðu reikningsfærslunni.
  • Ef skilyrði um greiðsluvikmörk eru uppfyllt og greiðsluupphæðin er ofgreiðsla þá verður sundurliðuð fjárhagsfærsla bókuð á greiðslufærsluna þannig að engar eftirstöðvar eru eftir á greiðslufærslunni.

Nota greiðsluvikmörkin á mörg skjöl

Stakt fylgiskjal hefur sömu greiðsluvikmörk hvort sem það er jafnað eitt og sér eða með öðrum fylgiskjölum. Samþykki á síðbúnum greiðsluafslætti þegar notuð eru afsláttarvikmörk á mörg fylgiskjöl, gerist sjálfkrafa fyrir hvert fylgiskjal þar sem eftirfarandi regla er rétt:

dagsetning greiðsluafsláttar < greiðsludagsetning (í aðalfærslu) <= dagsetning greiðsluvikmarka

Þessi regla gildir einnig til að ákvarða hvort birta eigi viðvaranir þegar greiðsluvikmörk eru notuð á mörg skjöl. Viðvörun um vikmörk greiðsluafsláttar birtist fyrir hverja færslu sem uppfyllir dagsetningarskilyrðin.

Hægt er að velja að birta viðvörun sem byggist á mismunandi aðstæðum fyrir vikmörk.

  • Fyrsta viðvörunin er fyrir vikmörk veitts greiðsluafsláttar. Tilkynnt er að hægt sé að samþykkja afslátt af síðbúnum greiðslum. Þá er hægt að velja hvort samþykkja skuli vikmörk frá greiðsludegi.
  • Önnur viðvörunin er fyrir greiðsluvikmörkin. Tilkynnt er að hægt sé að loka öllum færslum þar sem mismunurinn er innan samtölu hámarksgreiðsluvikmarka fyrir jöfnuðu færslurnar. Þá er hægt að velja hvort samþykkja skuli vikmörk frá greiðsluupphæð.

Frekari upplýsingar eru í Hvernig á að gera viðvaranir greiðsluvikmarka virkar eða óvirkar.

Sjá einnig