Ef viðskiptavinir þurfa inna greiðslu af hendi áður en þeir fá pöntun afhenta eða ef lánardrottinn fer fram á greiðslu áður en hann afhendir pöntun er hægt að nota aðgerðina Fyrirframgreiðsla.

Hægt er að setja upp sjálfgefna fyrirframgreiðsluprósentu fyrir viðskiptamenn, lánardrottna og vörur.

Þegar búið er að stofna sölu- eða innkaupapöntun er hægt að stofna fyrirframgreiðslureikning. Hægt er að nota sjálfgefnar prósentur fyrir sölu- og innkauplínur eða leiðrétta upphæðina eins og með þarf. Til dæmis er hægt að tilgreina heildarupphæð fyrir alla pöntunina.

Þar sem fyrirframgreidd upphæð tilheyrir kaupanda þar til hann hefur móttekið vörur eða þjónustu þarf að setja upp fjárhagsreikninga til að geyma fyrirframgreiðsluupphæðir þar til lokareikningurinn er bókaður. Sölufyrirframgreiðslur þarf að skrá í skuldareikning þar til vörurnar eru afhentar. Fyrirframgreiðslur innkaupa þarf að skrá í eignareikning þar til vörurnar eru mótteknar. Auk þess þarf að setja upp sérstakan fjárhagsreikning fyrir hvert VSK-kenni. Frekari upplýsingar eru í Uppsetning fyrirframgreiðslu.

Bæta fyrirframgreiðslureikningum við almennan bókunargrunn

Uppsetning númeraraðar fyrir fylgiskjöl fyrirframgreiðslu

Setja upp fyrirframgreiðsluprósentu fyrir vörur, viðskiptamenn og/eða lánardrottna

  • Fyrir vöru er hægt að setja upp sjálfgefna fyrirframgreiðsluprósentu fyrir alla viðskiptamenn, tiltekinn viðskiptamann eða verðflokk viðskiptamanns.

  • Til að setja upp sjálfgildi fyrirframgreiðslu fyrir vöru er farið á birgðaspjaldið, flipann Færsluleit, flokkinn Sala, og Prósentur fyrirframgreiðslu valdar.

  • Fyrir viðskiptamann eða lánardrottin er hægt að setja upp eina sjálfgefna prósentu fyrirframgreiðslu fyrir allar vörur og allar tegundir sölulína. Þetta er fært inn í viðskiptamannaspjald á flýtiflipanum Reikningsfærsla, í reitnum Fyrirframgreiðsla %.

Til að ákvarða hvaða fyrirframgreiðsluprósenta hefur forgang

  • Pöntun getur haft prósentu fyrirframgreiðslu í söluhausnum og aðra prósentu fyrir vörurnar í línunni.

    Til að ákvarða hvaða fyrirframgreiðsluprósentu á að nota við hverja sölulínu leitar kerfið að fyrirframgreiðsluprósentu í eftirfarandi röð, og notar svo fyrsta sjálfgildið sem það finnur:

    1. Fyrirframgreiðsluprósentu fyrir vöruna í línunni og viðskiptamanninn sem pöntunin er fyrir.
    2. Fyrirframgreiðsluprósentu fyrir vöruna í línunni og verðflokk viðskiptamanna sem viðskiptamaðurinn tilheyrir.
    3. Fyrirframgreiðsluprósentu fyrir vörunar í línunni fyrir alla viðskiptamenn.
    4. Fyrirframgreiðsluprósentan í sölu- eða innkaupahausnum.

Með öðrum orðum, fyrirframgreiðsluprósentan í viðskiptamannsspjaldinu á eingöngu við ef engin prósenta er sett upp fyrir vöruna.

Ef hins vegar innihaldi reitsins Fyrirframgreiðsla % er breytt í sölu- eða innkaupahausnum eftir að línurnar eru stofnaðar er fyrirframgreiðsluprósentan í öllum línunum uppfærð. Á þennan hátt er auðveldara að stofna pöntun með fasta fyrirframgreiðsluprósentu, sama hvaða prósenta er uppsett í vörum.

Ábending

Sjá einnig