Hægt er að keyra keyrsluna Reikna afskriftir mánaðarlega eða hvenær sem óskað er. Seldar eignir, eignir sem eru lokaðar eða óvirkar á eignaspjaldinu og eignir sem afskrifaðar eru handvirkt eru hunsaðar.

Afskriftir reiknaðar sjálfvirkt:

  1. Í reitnum Leita skal færa inn Reikna afskriftir og velja síðan viðkomandi tengi.

  2. Fylltir eru út reitirnir á flýtiflipanum Valkostir.

    Til athugunar
    Jöfnunarlína er stofnuð á flýtiflipanum Valkostir, ef reiturinn Setja inn mótreikning er valinn.

  3. Á flýtiflipanum Eignir er hægt að setja afmörkun til að velja eignirnar sem á að afskrifa.

  4. Velja hnappinn Í lagi til að reikna út afskrift.

    Keyrslan reiknar afskriftirnar og býr til línur í eignafjárhagsbók.

  5. Í reitnum Leit skal færa inn Eignafjárahagsbækur og velja síðan viðkomandi tengil eða til að opna gluggann Eignafjárhagsbók.

    Fjöldi daga sem afskriftir hafa verið reiknaðar fyrir er birtur í reitnum Fjöldi afskriftadaga.

  6. Á flipanum Heim veljið Bóka til að bóka færslubókina.

Ábending

Sjá einnig