Ef stofnkostnaður er bókaður úr innkaupareikningi er hægt að tengja eignina við vátryggingarskírteini með því að bóka stofnkostnaðinn úr vátryggingabók.
Bókun stofnkostnaðar úr vátryggingabókum:
Í reitnum Leita skal færa inn Vátryggingabók og velja síðan viðkomandi tengi.
Bókarlína er fyllt út.
Á flipanum Heim, í flokknum Vinna, skal velja Bóka til að bóka verklínurnar.
Færslurnar í vátryggingabók eru aðeins bókaðir í vátryggingasviðshöfuðbókina.
Til athugunar |
---|
Ef reiturinn Sjálfvirk vátryggingarbókun í glugganum Eignagrunnur er ekki valinn eru búnar til línur í vátryggingabók fyrir afskriftabókina við bókun á reikning eða færslubók samkvæmt skilgreiningum í Eignabókargrunnur glugganum Eignabókargrunnur. Í slíkum tilvikum ætti að nota sniðmát og keyrslu án þess að tilgreina númeraröð. Það er vegna þess að fylgiskjalsnúmer upprunalega reikningsins eða færslubókarlínunnar er afritað í vátryggingabókarlínuna. Ekki er hægt að nota þessi númer í vátryggingabók ef búið er að setja upp númeraröð fyrir fylgiskjöl. |
Ábending |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með reiti og dálka eru í Unnið með Microsoft Dynamics NAV. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |