Innheimtubréf líkist reikningi. Þegar áminning eða áminningarlínur eru búnar til þarf að fylla út flýtiflipann Almennt í Innheimtubréf glugganum. Hægt er að fylla út flýtiflipann handvirkt og línurnar sjálfvirkt, eða stofna áminningar sjálfkrafa fyrir alla viðskiptamenn. Frekari upplýsingar eru í Hvernig á að stofna Innheimtubréf sjálfvirkt.
Innheimtubréf búin til handvirkt:
Í reitnum Leit skal færa inn Innheimtubréf og velja síðan viðkomandi tengil.
Á flipanum Heim í flokknum Nýtt skal velja Nýtt.
Á flýtiflipanum Almennt er reiturinn Nr. fylltur út. Hægt er að ýta á færslulykilinn til færa inn næsta tiltæka númer sjálfkrafa.
Í reitnum Númer viðskiptamanns er ritað númer viðskiptamannsins sem á að búa til innheimtubréf fyrir.
Á flipanum Aðgerðir í flokknum Eiginleikar veljið Leggja til innheimtulínur. Beiðnisíðan fyrir keyrsluna Leggja til innheimtubr.línur opnast.
Sett er afmörkun á flýtiflipann Viðskm.færsla eigi að búa til innheimtubréf fyrir tilteknar færslur.
Á flýtiflipanum Valkostir er valinn gátreiturinn Aðeins færslur með gjaldföllnum upphæðum ef á áminningum eiga aðeins að birtast færslur með gjaldföllnum upphæðum. Annars birtast allar opnar færslur viðskiptamannsins í innheimtubréfinu.
Á flýtiflipanum Valkostir er valinn gátreiturinn Taka færslur í bið með ef á áminningum eiga að birtast opnar færslur gjaldfallnar færslur í bið.
Mikilvægt Opnar færslur sem eru á bið verða settar inn, þrátt fyrir stillingar í gátreitur Aðeins færslur með gjaldföllnum upphæðum. Veldu hnappinn Í lagi til að hefja keyrsluna.
Ábending |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með reiti og dálka eru í Unnið með Microsoft Dynamics NAV. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |
Sjá einnig
Skilmálar innheimtubréfa
Vaxtaskilmálar
Biðtími
Vaxtaútreikningur
Bið
Stofna innheimtubréf
Gjalddagi
Verkhlutar
Hvernig á að setja upp Stig innheimtubréfaHvernig á að setja upp skilmála innheimtubréfs
Hvernig á að setja upp Texta innheimtubréfa
Hvernig á að stofna Innheimtubréf sjálfvirkt