Umsjón með útistandandi skuldum felur í sér athugun á því hvort gjaldfallnar upphæðir séu greiddar á réttum tíma. Ef viðskiptamenn eru í vanskilum verður að ákveða hvenær og hvernig eigi að senda þeim innheimtubréf. Að auki gæti þurft að skuldfæra vexti og/eða gjöld á reikninginn þeirra.
Stig innheimtubréfa sett upp
Í reitnum Leita skal færa inn Skilmálar innheimtubréfa og velja síðan viðkomandi tengi.
Í glugganum Skilmálar innheimtubréfa er valin lína með skilmálum sem setja á upp stig fyrir.
Á flipanum Aðgerðir í flokknum Almennt veljið Stig. Glugginn Stig innheimtubréfa opnast.
Reitirnir eru fylltir út.
Ábending |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með reiti og dálka eru í Unnið með Microsoft Dynamics NAV. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |