Tilgreinir lengd þess biðtíma sem á við á þessu stigi innheimtubréfa. Biðtími er það tímabil sem þarf að líða frá gjalddaga eða frá dagsetningu fyrra innheimtubréfs áður en innheimtubréf er stofnað.
Þegar kerfið ákvarðar hvort stofna skuli fyrsta innheimtubréf ber það dagsetningu á fylgiskjali í haus innheimtubréfs saman við dagsetningu sem hefur verið reiknuð út sem gjalddagi útistandandi reiknings, að viðbættum biðtíma á fyrsta stigi. Öll innheimtubréf sem á eftir koma verða stofnuð ef dagsetning á fylgiskjali kemur á eftir dagsetningu þess innheimtubréfs sem síðast var sent, að viðbættum biðtíma.
Í reiknireglu um biðtíma mega vera allt að 20 stafir, bæði tölu- og bókstafir, sem kerfið þekkir sem skammstafanir tímasetninga.
![]() |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með reiti og dálka eru í Unnið með Microsoft Dynamics NAV. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |