Tilgreinir þegar færslubókarlínan hefur verið reikningsfærð og greiðslutillagan er keyrð (á lánardrottinsfærslum) eða búinn er til vaxtareikningur eða innheimtubréf (á viðskiptamannsfærslum).
Reiturinn er eingöngu notaður ef tegund reiknings er reikningur viðskiptamanns eða lánardrottins.
Með þessum reit er hægt að ákveða hvort tekið verði tillit til bókuðu færslubókarlínunnar í útreikningi á greiðslutillögum, innheimtubréfum og vaxtareikningum.
Notandi getur skráð í reitinn upphafsstafi sína eða einhvern annan kóta áður en hann bókar færsluna ef hann vill gefa til kynna að ekki skuli tekið tillit til línunnar í útreikningum fyrr en hún hefur verið samþykkt. Ef eitthvað er skráð í reitinn bíður línan samþykkis. Ef reiturinn er auður verður tekið tillit til línunnar í keyrslunni.
Þegar keyrslan Stofna vaxtareikninga eða Leggja til vaxtareikn.línur er keyrð eru færslur sem merktar eru Bið ekki með í vaxtaútreikningi og koma ekki fram á reikningnum.
Þegar keyrslurnar Stofna innheimtubréf eða Leggja til innheimtubr.línur eru notaðar er innheimtubréf ekki stofnað eingöngu á grunni færslu sem er í bið. Ef innheimtubréf er hins vegar stofnað á grunni annarrar færslu er gjaldfallin færsla sem merkt er í bið einnig tekin með í innheimtubréfinu. Færslan sem er í Bið er tekin með í útreikningi á vöxtum.
Ef reiturinn er fylltur út er færslan ekki tekin með þegar keyrslan Greiðslutillögur til lánardr. er keyrð.
Þegar færslan hefur verið bókuð má breyta reitnum í færslutöflu viðskiptamanna eða lánardrottna.
Ábending |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með reiti og dálka eru í Unnið með Microsoft Dynamics NAV. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |