Hægt er að stofna tækifæri vegna sölutækifæra hjá tengiliðum. Tengja verður öll tækifæri við sölumann eða innkaupanda og þau verða að vera með tengilið.
Áður en hægt er að stofna tækifæri þarf að setja upp söluferla tækifæris. Frekari upplýsingar eru í Hvernig á að setja upp söluferla tækifæris.
Hægt er að búa til tækifæri í glugganum Tækifæralisti. Í glugganum Tækifæralisti birtast tækifæri fyrir tengiliði, sölumenn eða söluherferðir eftir því hvar hann er opnaður. Aðferðin sem notuð er til að stofna tækifæri á sölumanns/innkaupandaspjaldi er rakin hér á eftir.
Tækifæri stofnað
Í reitnum Leita skal færa inn Sölumenn og velja síðan viðkomandi tengi.
Veljið sölumanninn sem á að stofna tækifæri fyrir.
Á flipanum Færsluleit, í flokknum Sölumaður, skal velja Tækifæri og síðan velja Listi.
Í glugganum Tækifæralisti á flipanum Aðgerðir í flokknum Almennt veljið Stofna tækifæri. Leiðsagnarforritið Stofna tækifæri birtist.
Fyllt er í alla viðeigandi reiti í leiðsagnarforritinu.
Reitirnir Lýsing, Forgangur, Dagsetning, Tengiliður, Kóti sölumanns og Kóti söluferlis eru skyldureitir og verða að vera fylltir út áður en hægt er að velja Áfram eða Ljúka.
Þegar lokið er við að færa inn allar nauðsynlegar upplýsingar er valinn hnappurinn Ljúka.
Þegar tækifæri hefur verið stofnað er hægt að virkja fyrsta söluferlisþrepið og uppfæra tækifærið.
Ábending |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með reiti og dálka eru í Unnið með Microsoft Dynamics NAV. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |