Þegar unnið er með langar framl.uppskriftir eða smávægilegar breytingar hafa verið gerðar á útgáfunum er gagnlegt að afrita eldri framl.uppskrift í nýja útgáfu eða í fyrirliggjandi útgáfu. Upplýsingar sem fyrir eru í línunum er breytt í nýju útgáfunni.

Útgáfur framleiðsluuppskrifta er hægt að afrita á tvennan hátt:

Þegar aðgerðin Afrita uppskriftarútgáfu er notuð birtist listi yfir útgáfur sem hægt er að velja úr.

Þegar aðgerðin Afrita uppskriftarhaus er notuð eru línurnar úr fyrstu útgáfunni afritaðar.

Framl.uppskriftaútgáfur afritaðar með aðgerðunum Afrita uppskriftaútgáfur:

  1. Í reitnum Leit skal færa inn Framleiðsluuppskrift og velja síðan viðkomandi tengil.

  2. Á flipanum Færsluleit, í flokknum Framl.uppskr., skal velja Útgáfur.

  3. Ef búa á til nýja útgáfu er ferlinu um gerð nýrra útgáfa fylgt. Muna þarf að færa inn nýja útgáfunúmerið áður en afritað er. Ef afrita á eldri útgáfu er athugað hvort breyta eigi útgáfunni og gengið úr skugga um að reiturinn Staða sé ekki stilltur á Vottað.

  4. Í flipanum Aðgerðir í flokknum Aðgerðir veljið Afrita uppskriftarútgáfu.

    Í glugganum Listi útgáfa framl.uppskr. er valin útgáfa og smellt á hnappinn Í lagi.

    Línurnar í valinni uppskriftarútgáfu eru afritaðar í núgildandi útgáfuna þar sem hægt er að breyta þeim enn frekar.

  5. Reitnum Staða er breytt í Vottað.

Afritun framleiðsluuppskriftaútgáfa með aðgerðinni Afrita uppskriftarhaus:

  1. Í reitnum Leit skal færa inn Framleiðsluuppskrift og velja síðan viðkomandi tengil.

  2. Á flipanum Færsluleit, í flokknum Framl.uppskr., skal velja Útgáfur.

  3. Ef búa á til nýja útgáfu er ferlinu um gerð nýrra útgáfa fylgt. Muna þarf að færa inn nýja útgáfunúmerið áður en afritað er. Ef afrita á eldri útgáfu er athugað hvort breyta eigi útgáfunni og gengið úr skugga um að reiturinn Staða sé ekki stilltur á Vottað.

  4. Í flipanum Aðgerðir í flokknum Eiginleikar veljið Afrita uppskriftar haus og veljið svo hnappinn .

    Línurnar í fyrstu uppskriftarútgáfunni eru afritarar í núgildandi útgáfuna þar sem hægt er að breyta þeim enn frekar.

  5. Reitnum Staða er breytt í Vottað.

Ábending

Sjá einnig