Hægt er að stofna tengiliðaspjald fyrir hvert nýtt fyrirtæki sem notandinn á í samskiptum við, til dæmis viðskiptamann, lánardrottinn, tilvonandi viðskiptamann, banka, lögfræðistofu, ráðgjafa og svo framvegis.
Áður en tengiliður er stofnaður er ráðlegt að athuga stillingarnar í glugganum Tengslastjórnunargrunnur.
Til að setja upp tengiliðaspjald fyrir fyrirtæki.
Í reitnum Leita skal færa inn Tengiliðir og velja síðan viðkomandi tengi.
Á flipanum Heim í flokknum Nýtt skal velja Nýtt.
Í reitinn Nr. er fært inn númer fyrir tengiliðinn.
Hafi númeraröð fyrir tengiliði verið sett upp í glugganum Tengslastjórnunargrunnur er hægt að styðja á Færslulykilinn til að velja næsta lausa tengiliðanúmer.
Í reitnum Tegund er valið Fyrirtæki.
Fyllt er í aðra reiti á tengiliðaspjaldinu.
Ábending |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með reiti og dálka eru í Unnið með Microsoft Dynamics NAV. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |
Sjá einnig
Verkhlutar
Hvernig á að stofna EinstaklingstengiliðHvernig á að úthluta viðskiptatengslum
Hvernig á að úthluta starfsgreinahópum
Hvernig á að úthluta veftengingum
Hvernig á að stofna Tengiliði úr viðskiptamönnum, lánadrottnum eða bankareikningum
Hvernig á að tengja tengiliði við viðskiptamenn sem fyrir eru
Hvernig á að færa inn Forstillingar tengiliða