Hægt er að úthluta veftengingum, t.d. leitarvélum og vefsvæðum, á tengiliði til að tilgreina hvar á Internetinu eigi að leita að upplýsingum um tengiliðina. Þegar veftengingu er úthlutað er tilgreint hvaða leitarvél og leitarorð kerfið eigi að nota til að finna umbeðnar upplýsingar.
Áður en það er hægt þarf að setja upp veftengingar í glugganum Veftengingar.
Úthlutun veftenginga:
Í reitnum Leita skal færa inn Tengiliðir og velja síðan viðkomandi tengi.
Í glugganum Tengiliðir veljið tengiliðinn sem úthluta á veftengingar til.
Á spjaldinu Tengiliður, á flipanum Færsluleit í flokknum Tengiliður flokkur, veljið Fyrirtæki og veljið svo Veftenging. Glugginn Veftenglar tengiliða birtist.
Í reitnum Veftengingarkóti veljið veftenginguna sem á að úthluta.
Í reitinn Leitarorð er fært inn leitarorðið sem á að nota til að finna upplýsingarnar.
Skrefin eru endurtekin til að úthluta eins mörgum veftengingum og óskað er.
Einnig má nota sömu aðferð til að úthluta veftengingum í glugganum Tengiliðalisti.
Ábending |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með reiti og dálka eru í Unnið með Microsoft Dynamics NAV. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |