Hægt er að stofna tengiliðaspjald fyrir hvern tengilið sem vinnur hjá fyrirtækjum sem notandinn á í samskiptum við. Fyrir hvern fyrirtækjatengilið er hægt að færa inn eins marga einstaklingstengiliði og hver vill. Einnig er hægt að stofna tengiliðaspjöld fyrir einstaklinga sem á að skrá sem óháða.
Áður en tengiliður er stofnaður er ráðlegt að athuga stillingarnar fyrir Erfðir í glugganum Tengslastjórnunargrunnur.
Til að setja upp tengiliðaspjald fyrir einstakling
Í reitnum Leita skal færa inn Tengiliðir og velja síðan viðkomandi tengi.
Á flipanum Heim í flokknum Nýtt skal velja Nýtt.
Í reitinn Nr. er fært inn númer fyrir tengiliðinn.
Hafi númeraröð fyrir tengiliði verið sett upp í glugganum Tengslastjórnunargrunnur er hægt að styðja á Færslulykilinn til að velja næsta lausa tengiliðanúmer.
Í reitnum Tegund er Einstaklingur valinn.
Í reitnum Fyrirtækisnr., veljið tengiliðsfyrirtækið sem einstaklingurinn vinnur fyrir, og veljið hnappinn Í lagi. Spjaldið Tengiliður verður fyllt út með upplýsingum úr tengiliðaspjaldi fyrirtækisins.
Ef einstaklingurinn vinnur ekki hjá skráðu fyrirtæki og hann á að skrást sem sjálfstæður er reiturinn Fyrirtæki nr. hafður auður.
Nafn einstaklingsins er ritað í reitinn Nafn. Velja hnappinn AssistEdit til að færa inn viðbótarupplýsingar um tengiliðinn.
Fyllt er í aðra reiti á tengiliðaspjaldinu.
Til athugunar |
---|
Efni reitanna sem voru valdir á flipanum Afritun í glugganum Tengslastjórnunargrunnur er afritað úr fyrirtæki til einstaklinga innan þess fyrirtækis. |
Ábending |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með reiti og dálka eru í Unnið með Microsoft Dynamics NAV. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |