Í Tengslastjórnun er hægt að leita að tvíteknum tengiliðum. Leitarstrengur tvítekninga nær aðeins til fyrirtækistengiliða (en ekki einstaklingstengiliða).
Hægt er að leita að tvítekningum með tvennum hætti.
-
Hægt er að láta Microsoft Dynamics NAV leita sjálfkrafa að tvítekningum í hvert sinn sem tengiliðir eru stofnaðir. Þetta er gert með því að velja gátreitinn Sjálfvirk tvítekningaleit í glugganum Tengslastjórnunargrunnur.
-
Hægt er að leita handvirkt að tvítekningum. Þá þarf að leita reglulega, til dæmis þegar nýir tengiliðir hafa verið færðir inn.
Leitarstrengir
Þegar Microsoft Dynamics NAV leitar að tvítekningum notar það leitarstrengi. Hægt er að setja upp leitarstrengi í glugganum Upps. leitarstr. tvítekninga með því að sameina fyrstu og síðustu stafi einhverra eftirtalinna reita í töflunni Tengiliður:
- Heiti
- Heiti 2
- Aðsetur
- Aðsetur2
- Póstnúmer
- Bær
- Sími
- VSK-númer
Í hvert skipti sem tvítekningaleit er búin til eða í hvert sinn sem fyrirtækistengiliður er búinn til ber Microsoft Dynamics NAV leitarstreng nýja tengiliðarins saman við leitarstrengi annarra tengiliða. Ef hlutfall jafngildra strengja er jafnt og eða meira en endurtekningarprósentan sem skilgreind var í glugganum Tengslastjórnunargrunnur þá Microsoft Dynamics NAV metur kerfið tengiliðinn sem tvítekningu.
Dæmi
Eftirfarandi tafla sýnir dæmi um leitarstrengi sem hægt er að setja upp í Upps. leitarstr. tvítekninga glugganum.
Reitur | Hluti reits | Lengd |
---|---|---|
Heiti | Fyrsta | 5 |
Heiti | Síðasta | 5 |
Aðsetur | Fyrsta | 5 |
Aðsetur | Síðasta | 5 |
Bær | Fyrsta | 5 |
Bær | Síðasta | 5 |
Póstnúmer | Fyrsta | 5 |
Póstnúmer | Síðasta | 5 |
VSK-númer | Fyrsta | 5 |
VSK-númer | Síðasta | 5 |
Eftirfarandi tafla birtir upplýsingar um ímyndaðan tengilið.
Reitur | Gildi |
---|---|
Heiti | United Furnishing Ltd. |
Aðsetur | 45 Lindon Road |
Bær | Reykjavík |
Póstnúmer | SW39GY |
VSK-númer | 123456789 |
Eftirfarandi tafla birtir niðurstöður leitar á grundvelli strengja úr ímyndaða tengiliðnum í töflunni á undan.
Reitur | Hluti reits | Lengd | Streng niðurstöður |
---|---|---|---|
Heiti | Fyrsta | 5 | UNITE |
Heiti | Síðasta | 5 | NGLTD |
Aðsetur | Fyrsta | 5 | 45LIN |
Aðsetur | Síðasta | 5 | NROAD |
Bær | Fyrsta | 5 | LONDO |
Bær | Síðasta | 5 | ONDON |
Póstnúmer | Fyrsta | 5 | SW39G |
Póstnúmer | Síðasta | 5 | W39GY |
VSK-númer | Fyrsta | 5 | 12345 |
VSK-númer | Síðasta | 5 | 45678 |
Hafi endurtekningarprósentan verið skilgreind í glugganum Tengslastjórnunargrunnur sem 60% er litið á tengiliði sem tvítekningar þegar sex eða fleiri þessara tíu strengja eru eins hjá öðrum tengilið.
Hægt er að sjá lista yfir tvítekningar í glugganum Tvíteknir tengiliðir. Hægt er að tilgreina að tveir tengiliðir séu aðskildir tengiliðir. Ef tengiliðirnir reynast sannar tvítekningar þarf að fjarlægja annan þeirra handvirkt með því að eyða tengiliðaspjaldi tvítekningarinnar.