Hugsanlega þarf að breyta sérþekkingarkótum sem hafa verið tengdir þjónustuvöruflokkum, til dæmis PC í PCS. Svipuð aðferð er notuð og þegar sérþekkingarkótum er úthlutað.

Sérþekkingarkótum breytt í þjónustuvöruflokkum:

  1. Í reitnum Leita skal færa inn Þjónustuvöruflokkar og velja síðan viðkomandi tengi.

  2. Velja skal þjónustuvöruflokk sem úthluta á sérþekkingarkóta á. Á flipanum Færsluleit, í flokknum Forði, skal velja Forði og síðan velja Sérþekking forða. Glugginn Sérþekking forða opnast.

  3. Í línunni með kótanum sem á að breyta, í reitnum Sérþekkingarkóti skal velja viðeigandi sérþekkingarkóta.

  4. Ef þjónustuvörur eða vörur tengjast þjónustuvöruflokknum birtist gluggi með eftirfarandi tveimur valkostum:

    • Breyta sérþekkingarkótunum í valið gildi: þessi kostur er valinn ef skipta skal á gamla og nýja kótanum í öllum tengdum vörum og þjónustuvörum.
    • Eyða sérþekkingarkótunum eða uppfæra tengsl þeirra: Þessi kostur er valinn ef aðeins á að breyta sérþekkingarkótanum í þessari vöru eða þjónustuvöru. Sérþekkingarkótanum í tengdum vörum og þjónustuvörum verður endurúthlutað, það er, reiturinn Úthlutað frá verður uppfærður.
Ábending

Sjá einnig