Hægt er að ákvarða þá upphæð verks í vinnslu (VÍV) sem á að bóka á efnahagsreikning fyrir árslokaskýrslu. Þetta má gera með því að nota keyrsluna Verkreikna VÍV.

Til að reikna verk í vinnslu:

  1. Í reitnum Leit skal færa inn Stjórnklefi VÍV-verks og velja síðan viðkomandi tengil.

  2. Á flipanum Heim, í flokknum Vinna, skal velja Reikna VÍV til að opna beiðniglugga runuvinnslu Verk - Reikna VÍV.

    Til athugunar
    Einnig er hægt að opna keyrsluna Verk-Reikna VÍV með eftirfarandi aðferðum:

    • Úr verkinu eða verkhlutalínum skal opna flipann Heim og vísa á VÍV í flokknum Vinna og velja síðan Reikna VÍV.
    • Úr deildinni verk skal velja Verk - Reikna VÍV undir Tímabilsaðgerðum.

  3. Fylltir eru út reitirnir á flýtiflipanum Valkostir. Hjálp um sérstaka reiti er að finna í Hjálp keyrslunnar. Frekari upplýsingar eru í Verk - Reikna VÍV.

  4. Á flipanum Verk er hægt að setja afmarkanir til að velja það svið sem á að reikna. Ef afmörkun er ekki tilgreind verða öll VÍV reiknuð.

  5. Veldu hnappinn Í lagi til að hefja keyrsluna.

Til athugunar
Verk í vinnslu og samþykktir eru aðeins reiknuð, ekki bókuð á fjárhag. Til að gera það verður að keyra Bóka VÍV á fjárhag þegar VÍV og samþykktir hafa verið reiknaðar. Frekari upplýsingar eru í Verk - Bóka VÍV í fjárhag.

Ábending

Sjá einnig