Þegar öllum aðgerðum verks hefur verið lokið, þar með talin bókun notkunar og reikningsfærsla, þarf að uppfæra verkið svo að Staða þess sé Lokið. Þegar staðan hefur verið stillt á Lokið þarf að bakfæra alla vinnu í gangi og samþykki sem hefur verið bókað í fjárhag.
Til að uppfæra verkstöðu
Í reitinn Leita skal færa inn Verk og velja síðan viðkomandi tengi.
Veljið verk, opnið fyrir breytingar á því og breytið reitnum Staða á verkspjaldinu í Lokið.
Til að reikna út verklok
Eftir að verkstöðunni hefur verið breytt í Lokið skal keyra Verk - Reikna VÍV.
Á flipanum Aðgerðir í flokknum Eiginleikar veljið vísa á VÍV,, veljið svo Reikna VÍV.
VÍV færslurnar sem voru stofnaðar með keyrslunni munu nú hafa gátmerki í reitnum Verki lokið til að sýna að þær eru lokafærslur.
Til að skoða færslurnar er farið á flipann Færsluleit, flokkinn VÍV, og VÍV færslur valdar.
Til að bóka verklok
Á spjaldinu Verk, á flipanum Aðgerðir, skal benda á VÍV,, og velja svo Bóka VÍV í fjárhag. Keyrslubeiðniglugginn Bóka VÍV í fjárhag er opnaður.
VÍV-fjárlagsfærslur verks sem voru stofnaðar með keyrslunni munu nú hafa gátmerki í reitnum Verki lokið til að sýna að þær eru lokafærslur.
Ábending |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með reiti og dálka eru í Unnið með Microsoft Dynamics NAV. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |