Hægt er að bóka upphæð verks í vinnslu (VÍV) á efnahagsreikning fyrir árslokaskýrslu. Þetta má gera með því að nota keyrsluna Bóka VÍV á fjárhag.
Til að bóka verk í vinnslu
Í reitnum Leit skal færa inn Verk - Bóka VÍV í fjárhag og velja síðan viðkomandi tengil.
Fylltir eru út reitirnir á flýtiflipanum Valkostir.
Á flipanum Verk er hægt að setja afmarkanir til að velja það svið verka sem á að bóka VÍV fyrir. Ef afmörkun er ekki tilgreind verða öll VÍV bókuð.
Veldu hnappinn Í lagi til að hefja keyrsluna.
Ábending |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með reiti og dálka eru í Unnið með Microsoft Dynamics NAV. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |